HeimEfnisorðElsa María Jakobsdóttir

Elsa María Jakobsdóttir

Lestin um VILLIBRÁÐ: Ekki fara með makanum

"Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað," segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Reykjavik Grapevine fjallar um íslenska kvikmyndagerð

Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.

Morgunblaðið um VILLIBRÁÐ: Frábær frumraun

"Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár," segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.

VILLIBRÁÐ: Föstudagskvöld og stuð í mánuð

Kvikmyndin Villibráð verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins á þrettándanum. Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Hilmar Guðjónsson, einn af aðalleikurunum, ræddu um myndina í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Elsa María og Tyrfingur ræða VILLIBRÁÐ

Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson handritshöfundur ræddu við Lestina um mynd sína Villibráð, sem væntanleg er í bíó þann 6. janúar.

Þáttaröðin AFTURELDING fær um 20 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.

„Atelier“ verðlaunuð í Aspen, valin til sýninga á Vimeo

Stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hlaut í gær sérstaka viðurkenningu í flokki skólamynda á Aspen Film Shortsfest í Bandaríkjunum. Myndin var auk þess valin "Vimeo Staff Pick" og er því nú til sýnis í heild sinni á Vimeo, þar sem yfir 30 þúsund hafa horft á hana fyrsta sólarhringinn. Skoða má myndina hér.

„Vetrarbræður“ og „Atelier“ verðlaunaðar á Angers hátíðinni

Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.

Cineuropa um „Atelier“: Bláköld og brothætt

Laurence Boyce hjá Cineuropa skrifar umsögn um Atelier, útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum. Myndin var sýnd á nýliðinni Karlovy Vary hátíð.

Elsa María Jakobsdóttir ræðir um „Atelier“

Elsa María Jakobsdóttir ræðir við Cineuropa um útskriftarmynd sína Atelier, sem sýnd var á nýliðinni Karlovy Vary hátíð undir merki Future Frames.

[Stikla] „Atelier“ eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur

Stikla Atelier útskriftarmyndar Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin var valin á Karlovy Vary hátíðina sem hefst í lok júní, en þar tekur hún þátt í flokknum Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow.

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur, „Atelier“, valin á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.

Elsa María: Kynjakvóti og sjálffílun karlanna

Elsa María Jakobsdóttir er í viðtali við Fréttablaðið/Vísi í dag en hún stundar nú nám í kvikmyndaleikstjórn við Danska kvikmyndaskólann. Elsa María ræðir meðal annars um stöðu kvenna í kvikmyndabransanum.

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR