Ásgeir H. Ingólfsson er nú sérlegur tíðindamaður Víðsjár á Berlinale og hefur sent frá sér fyrsta pistilinn þar sem hann ræðir meðal annars við leikarann Alexander Skarsgård sem kynnir mynd sína War on Everyone og leikstjórann Måns Månsson sem sýnir mynd sína Yarden.
Árið 2015 stóðu akkúrat 15 myndir uppúr – níu fyrir að vera frábærar og sex fyrir að vera skelfilegar. Það að bæta einni við efst eða fjórum neðst hefði hreinlega ekki verið sanngjarnt, segir Ásgeir H. Ingólfsson.
Í fjórða og síðasta pistli sínum frá Skjaldborgarhátíðinni skrifar Ásgeir H. Ingólfsson um lúxusvandamál, bresk teboð og pönkaða kvennasögu. Svo eitthvað sé nefnt.
Ásgeir H. Ingólfsson sat með hópi fólks í harkinu í dimmum bíósal á Patreksfirði um síðustu helgi. Í þriðja pistli sínum frá Skjaldborgarhátíðinni tekur hann fyrir hinar fjölmörgu myndir og uppákomur laugardagsins.
Í pistli tvö frá Skjaldborgarhátíðinni setur Ásgeir H. Ingólfsson upp stemmninguna, segir frá fyrsta kvöldinu þar sem sýnd var mynd eftir heiðursgestina og reynir svo að vera ekki skáldlegur.
Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur tíðindamaður Klapptrés á Skjaldborg, birtir hér fyrsta pistil sinn frá hátíðinni. Þetta er nokkurskonar upphitun þar sem hann fer yfir stöðuna og minnir á þá staðreynd að leiðin frá Patreksfjarðar til Cannes er styttri en virðist.
"Ég man ekki eftir að hafa séð öllu magnaðri byrjun á bíómynd heldur en þegar ég horfði á Hvíta guðinn í bíói í Búdapest," segir Ásgeir H. Ingólfsson í umsögn sinni um myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís.
"Þótt Salóme sé allt öðru vísi en mamma mín og sjálfsagt allt öðruvísi en mamma þín þá fjallar myndin á einhvern einkennilegan hátt um mömmur okkar allra. Um konuna sem er allur heimurinn. Og mér sýnist að ég hafi ekki verið einn um að skynja það hvernig myndinni tókst að kvikmynda þessa einkennilegu kennd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni.
"Kraftmikil, launfyndin og manneskjuleg mynd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina sem fengið hefur góðar móttökur á hátíðinni.
Ásgeir H. Ingólfsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og sendir þaðan frá sér ördóma um myndirnar á dagskránni. Ítarlegri umfjöllun um þær verður í Víðsjá Útvarpsins að hátíð lokinni. Annar skammtur væntanlegur ásamt með umfjöllun um París norðursins Hafsteins Gunnars, sem sýnd er í dag þriðjudag.
Í lokabréfi sínu frá Skjaldborg fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um vinningsmyndina, Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg - heimildamynd um manneskju sem vill ómögulega vera í heimildamynd.
Í næstsíðasta bréfi sínu frá Skjaldborg 2014 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um Fjallabræður, Crime Into the Future, Jöklarann og Aumingja Ísland. Vinningsmyndin, Salóme, bíður lokabréfsins.
Fjórar myndir fyrir hádegi í morgun; Bækur með remúlaði, Rót vandans: Ísland og loftslagsbreytingar, Valsmaður fram í rauðan dauðann og The More You Know, The More You Know. Ásgeir H. Ingólfsson var bara nokkuð sáttur.
Ásgeir H. Ingólfsson fer yfir fyrstu tvo daga Skjaldborgarhátíðarinnar sem lýkur í kvöld og fjallar meðal annars um myndir heiðursgestsins og íslensku myndirnar Úti að aka, Börn hafsins og Vertíð.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hefst á Patreksfirði á morgun föstudag og stendur til mánudags. Alls verða sýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir og auk þess þrjár myndir heiðursgestsins Victor Kossakovsky.
"Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun," segir Ásgeir Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina.
"The Grand Budapest Hotel er sögð byggð á verkum Stefans Zweigs – þar á meðal Veröld sem var – en innblásin væri kannski nákvæmari lýsing. Hún er kannski frekar Veröld sem var hrært saman við Tinna – já, eða kannski Sval og Val – önnur aðalpersónan er meira að segja í vikapiltsbúningi mestalla myndina," segir Ásgeir H. Ingólfsson um þessa nýjustu mynd Wes Anderson.
Ásgeir Ingólfsson segir Darren Aronofsky leikstjóra Noah þora að "horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en ein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis."
"Tore er heittrúaður unglingspiltur. Hann er líka munaðarlaus og flogaveikur. Þetta hljómar kannski eins og klassísk nútímauppfærsla einhverrar Biblíusögunnar frá popúlískum kristniboðasamtökum – en það er áður en við ræðum allan hreinræktaða djöfulskapinn sem Tore kynnist í myndinni," segir Ásgeir Ingólfsson um myndina sem sýnd er áfram í Bíó Paradís eftir að hafa vakið athygli á Þýskum kvikmyndadögum.
Formúlur þurfa ekki endilega að vera bragðvondar uppskriftir og það eyðileggur ekki endilega bíómyndir að vera fyrirsjáanlegar. En stærsti gallinn við Tvö líf (Zwei leben) er að hún er svo mekanísk – það liggur við að maður sjái strengina þegar handritshöfundurinn lætur aðalpersónurnar tala sig í gegnum næstu stóru uppljóstrun," segir Ásgeir Ingólfsson um opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga.
Ásgeir Ingólfsson segir leikkonuna Valerie Golino reynast lunkin leikstýra með sinni fyrstu mynd sem fjallar um stúlku sem vinnur við að hjálpa fólki við líknardráp. "Karakterinn minnir um margt á Lisbeth Salander – týnda stúlkan sem er algjör harðjaxl – og rækilega brynjuð gegn umheiminum."
Ásgeir Ingólfsson fjallar um The Congress eftir Ari Folman sem nú er sýnd í Bíó Paradís og segir að hún "[ýki] einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri."
Ásgeir Ingólfsson leggur út af kvikmyndinni Donnie Darko sem sýnd verður í Bíó Paradís næsta sunnudagskvöld á vegum Svartra sunnudaga. "Hún er á skjön við tímana," segir Ásgeir, "hvorki beinlínis unglingamynd né vísindaskáldskapur, á sama hátt og unglingur er hvorki barn né fullorðinn – en þarf engu að síður að takast á við báða heima."