Félag leikskálda og handritshöfunda lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir bandarísku handritshöfundasamtakanna

Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum.

Í tilkynningunni segir:

Félag leikskálda og handritshöfunda lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall og baráttu bandarískra handritshöfunda fyrir bættum kjörum og starfsumhverfi. Það er mikið áhyggjuefni ef bandarískir kollegar okkar, sem standa jafnan sterkast að vígi, ná ekki að verja sinn hlut gagnvart viðsemjendum sínum – alþjóðlegum streymisveitum og kvikmyndaverum – enda starfa þessi fyrirtæki þvert á landamæri. Barátta Writers Guild of America er þannig barátta allra höfunda – fyrir sanngjarnri þóknun og sanngjarnri hlutdeild í þeim hagnaði sem verk þeirra skapa.

Hér má sjá umfjöllun Variety um verkfall bandarísku handritshöfundasamtakanna (WGA).

Hér er samstöðuyfirlýsing dönsku handritshöfundasamtakanna og hér er sú norska.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR