14 bíómyndir væntanlegar á árinu, aldrei verið fleiri

Alls eru 14 íslenskar bíómyndir væntanlegar á árinu. Fimm hafa þegar verið frumsýndar en setja verður fyrirvara á þessu stigi hvort allar hinar níu verði frumsýndar innan ársins. Fari svo hafa íslenskar bíómyndir aldrei verið fleiri á einu ári og munar miklu.

Af þessum 14 myndum er sex leikstýrt af konum, sjö af körlum og einni af karli og konu sameiginlega.

Myndirnar sem þegar hafa verið frumsýndar eru:

Hvernig á að vera klassa drusla (Ólöf Birna Torfadóttir)
Þorpið í bakgarðinum (Marteinn Þórsson)
Alma (Kristín Jóhannesdóttir)
Saumaklúbburinn (Gagga Jónsdóttir)
Skuggahverfið (Jón Gústafsson og Karolina Lewicka)

Níu myndir eru síðan væntanlegar á seinni hluta ársins. Klapptré er kunnugt um að flestar þeirra hafa sett niður frumsýningartíma, en slíkar áætlanir gætu þó breyst. Myndirnar eru:

Dýrið (Valdimar Jóhannsson)
Skjálfti (Tinna Hrafnsdóttir)
Sumarljós og svo kemur nóttin (Elfar Aðalsteinsson)
Abbababb (Nanna Kristín Magnúsdóttir)
Svar við bréfi Helgu (Ása Helga Hjörleifsdóttir)
Wolka (Árni Ólafur Ásgeirsson)
Leynilögga (Hannes Þór Halldórsson)
Berdreymi (Guðmundur Arnar Guðmundsson)
Birta (Bragi Þór Hinriksson)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR