spot_img
HeimNý verk SKUGGAHVERFIÐ, saga úr íslenskum raunveruleika

[Stikla] SKUGGAHVERFIÐ, saga úr íslenskum raunveruleika

-

Jón Gústafsson ræðir við Morgunblaðið um kvikmyndina Skuggahverfið sem hann leikstýrir ásamt Karol­inu Lewicka. Sýningar hefjast í dag.

Á mbl.is segir:

Skugga­hverfið, kvik­mynd leik­stjór­anna og hjón­anna Jóns Ein­ar­son Gúst­afs­son­ar og Karol­inu Lewicka sem frum­sýnd var í fyrra á RIFF, Alþjóðlegri kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, er nú loks­ins kom­in í al­menn­ar sýn­ing­ar hér á landi. Sýn­ing­in á mynd­inni varð aðeins ein í fyrra út af kóf­inu og hef­ur al­menn­um sýn­ing­um verið frestað margoft, að sögn Jóns.

Skugga­hverfið er fyrsta kvik­mynd þeirra hjóna í fullri lengd og fer kanadíska leik­kon­an Britt­any Bristow með aðal­hlut­verkið en hún á ætt­ir að rekja hingað til lands. Þekkt­asti leik­ar­inn er hinn velski John Rhys-Davies sem hef­ur m.a. leikið í kvik­mynd­un­um um Hringa­drótt­ins­sögu og af ís­lensk­um leik­ur­um má nefna Eddu Björg­vins­dótt­ur, Kol­bein Arn­björns­son, Ingu Maríu Eyj­ólfs­dótt­ur og Atla Óskar Fjalars­son.

Eins og tit­ill mynd­ar­inn­ar gef­ur til kynna er sögu­svið mynd­ar­inn­ar Skugga­hverfið og á þeim tíma er góðærið var í há­marki, árið 2007, með til­heyr­andi hús­næðis­bólu. Bristow leik­ur kanadíska konu, Mayu, sem erf­ir hús ömmu sinn­ar í Reykja­vík, konu sem hún þekkti ekki og vissi ekki af. Maya held­ur til Íslands og verður margs fróðari um ræt­ur sín­ar og fortíðina og dul­ar­full­ir at­b­urðir eiga sér stað.

Karol­ina Lewicka leik­stjóri (t.v.) og Krist­in Field­hous kvik­mynda­töku­stjóri.

Örlaga­vald­ur
Tök­ur mynd­ar­inn­ar fóru fram í lok árs 2018 og seg­ir Jón að sag­an og hand­ritið hafi verið lengi í vinnslu þar á und­an og þró­ast og breyst með tím­an­um. „Þetta var upp­haf­lega saga sem pabbi sagði mér af föður sín­um, afa mín­um, sem hafði verið á sjó og átti sex syni og þurfti að halda vinn­unni á bátn­um. Þá veikt­ist amma mín svona harka­lega þannig að hann gat ekki farið á sjó­inn. Það var talið að hún myndi ekki lifa af nótt­ina þannig að hann varð eft­ir og ein­hver ann­ar fékk plássið hans. Svo sökk tog­ar­inn,“ seg­ir Jón. Allt frá því hann heyrði þessa sögu hafi hann verið að hugsa um þessa ör­laga­valda í lífi fólks, sjó­slys­in. Þarna hafi verið fjöl­skylda sem missti fyr­ir­vinn­una, fjöl­skyldu­föður­inn. „Þetta eru vanga­velt­ur um hvað varð um hina fjöl­skyld­una,“ seg­ir Jón og að út frá þessu hafi sag­an í hand­rit­inu spunn­ist. „Við vor­um alltaf heilluð af þessu fólki sem fæðist í Am­er­íku en hef­ur þessi sterku tengsl til Íslands en veit ekki al­veg af hverju. Marg­ir þurfa að koma hingað og kom­ast að því.“

Jón seg­ir að inn í sög­una bland­ist rann­sókn­ir og vanga­velt­ur um hvaða áhrif áföll hafi á næstu kyn­slóðir, áföll sem erf­ist. „Út úr öll­um þess­um pæl­ing­um spratt sag­an um þessa ungu konu sem kem­ur til Íslands þegar amma henn­ar deyr,“ út­skýr­ir Jón. Unga kon­an fái í arf hús í Skugga­hverf­inu og þurfi að ganga frá eig­um gömlu kon­unn­ar. Hana fer fljót­lega að gruna að glæp­ur hafi verið fram­inn.

John Rhys-Davies leik­ur vin afa Mayu, þann sem veikt­ist og af­inn hljóp í skarðið fyr­ir. „Hann hef­ur lifað með sekt­ar­kennd í 50 ár og í fram­haldi af sjó­slys­inu veikt­ist amma Mayu á geði og börn­in voru tek­in af henni. Það er ekki sagt hreint út en í bak­sög­unni okk­ar hef­ur hann verið að passa þessa gömlu konu í 50 ár, passa upp á hana. Hann er með bréf frá afa Mayu sem hann hef­ur reynt að koma til skila í 50 ár en hef­ur ekki getað það því amm­an var and­lega veik og vildi ekki taka við því. Þegar hún deyr vilja verk­tak­ar kom­ast yfir húsið og sá hluti sög­unn­ar kem­ur úr því sem var að ger­ast hérna í kring­um 2007, þegar verk­tak­ar voru að hrekja fólk úr hús­um og í Skugga­hverf­inu sér­stak­lega. Þeir ætluðu að rífa þau öll niður og byggja há­hýsi í staðinn og tókst það með sum hús og út úr þessu kom bar­átta þar sem fólk var að berj­ast fyr­ir því að vernda þessi hús sem síðan endaði með því að Reykja­vík­ur­borg setti á þessa hundrað ára reglu,“ seg­ir Jón og á þar við að hús sem eru hundrað ára eða eldri séu friðuð með lög­um. Nú standi þar eft­ir nokk­ur hús, yfir 100 ára göm­ul og sum hver í mik­illi niðurníðslu. Jón seg­ir þess­ar sög­ur all­ar koma úr ís­lensk­um veru­leika og end­ur­spegla hann á einn eða ann­an hátt.

Finn­ur fyr­ir návist ömmu
Hinir framliðnu koma líka við sögu í mynd­inni því Maya finn­ur fyr­ir ömmu sinni heit­inni, návist henn­ar. Jón seg­ir það þekkt fyr­ir­bæri að fólk finni fyr­ir návist sinna heitt­elskuðu í ein­hvern tíma eft­ir and­lát þeirra og þarna er komið að trú Íslend­inga á drauga og hið yf­ir­nátt­úru­lega. Hversu opn­ir Íslend­ing­ar eru fyr­ir hug­mynd­um um aðrar vídd­ir, eins og Jón kemst að orði. „Við erum sér­stak­lega opin fyr­ir því og ég rann­sakaði mikið drauga­sög­ur þegar við vor­um að skrifa þetta,“ seg­ir hann og að hand­ritið og mynd­in hafi verið gerð með það í huga að ekki væri alltaf ljóst hver væri lífs og hver liðinn. Dæmi svo hver fyr­ir sig.

„Eins og þú ert bú­inn að heyra er þetta al­gjör­lega úr ís­lensk­um upp­lif­un­ar­heimi og ís­lensk­um raun­veru­leika,“ seg­ir Jón að lok­um um Skugga­hverfið, eða Shadowtown eins og hún heit­ir á ensku. Mynd­in verður sýnd í Há­skóla­bíói og Sam­bíó­un­um í Álfa­bakka.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
[tdn_block_newsletter_subscribe title_text="ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ" description="RiVDMyVBMSVDMyVCMHUlMjBuJUMzJUJEamFzdGElMjBlZm5pJUMzJUIwJTIwJUMzJUExJTIwS2xhcHB0ciVDMyVBOSUyMCVDMyVBRCUyMHAlQzMlQjNzdGglQzMlQjNsZmklQzMlQjAlMjAlQzMlQkVpdHQlMjB0dmlzdmFyJTIwJUMzJUFEJTIwdmlrdSUyQyUyMCVDMyVBMSUyMG0lQzMlQTFudWQlQzMlQjZndW0lMjBvZyUyMGZpbW10dWQlQzMlQjZndW0u" input_placeholder="Netfangið þitt" btn_text="SKRÁÐU ÞIG" tds_newsletter2-image="25609" tds_newsletter2-image_bg_color="#c3ecff" tds_newsletter3-input_bar_display="row" tds_newsletter4-image="25608" tds_newsletter4-image_bg_color="#fffbcf" tds_newsletter4-btn_bg_color="#f3b700" tds_newsletter4-check_accent="#f3b700" tds_newsletter5-tdicon="tdc-font-fa tdc-font-fa-envelope-o" tds_newsletter5-btn_bg_color="#000000" tds_newsletter5-btn_bg_color_hover="#4db2ec" tds_newsletter5-check_accent="#000000" tds_newsletter6-input_bar_display="row" tds_newsletter6-btn_bg_color="#da1414" tds_newsletter6-check_accent="#da1414" tds_newsletter7-image="25610" tds_newsletter7-btn_bg_color="#1c69ad" tds_newsletter7-check_accent="#1c69ad" tds_newsletter7-f_title_font_size="20" tds_newsletter7-f_title_font_line_height="28px" tds_newsletter8-input_bar_display="row" tds_newsletter8-btn_bg_color="#00649e" tds_newsletter8-btn_bg_color_hover="#21709e" tds_newsletter8-check_accent="#00649e" embedded_form_code="JTNDIS0tJTIwQmVnaW4lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBTaWdudXAlMjBGb3JtJTIwLS0lM0UlMEElM0NsaW5rJTIwaHJlZiUzRCUyMiUyRiUyRmNkbi1pbWFnZXMubWFpbGNoaW1wLmNvbSUyRmVtYmVkY29kZSUyRmNsYXNzaWMtMTBfNy5jc3MlMjIlMjByZWwlM0QlMjJzdHlsZXNoZWV0JTIyJTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMkZjc3MlMjIlM0UlMEElM0NzdHlsZSUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTJGY3NzJTIyJTNFJTBBJTA5JTIzbWNfZW1iZWRfc2lnbnVwJTdCYmFja2dyb3VuZCUzQSUyM2ZmZiUzQiUyMGNsZWFyJTNBbGVmdCUzQiUyMGZvbnQlM0ExNHB4JTIwSGVsdmV0aWNhJTJDQXJpYWwlMkNzYW5zLXNlcmlmJTNCJTIwJTdEJTBBJTA5JTJGKiUyMEFkZCUyMHlvdXIlMjBvd24lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBmb3JtJTIwc3R5bGUlMjBvdmVycmlkZXMlMjBpbiUyMHlvdXIlMjBzaXRlJTIwc3R5bGVzaGVldCUyMG9yJTIwaW4lMjB0aGlzJTIwc3R5bGUlMjBibG9jay4lMEElMDklMjAlMjAlMjBXZSUyMHJlY29tbWVuZCUyMG1vdmluZyUyMHRoaXMlMjBibG9jayUyMGFuZCUyMHRoZSUyMHByZWNlZGluZyUyMENTUyUyMGxpbmslMjB0byUyMHRoZSUyMEhFQUQlMjBvZiUyMHlvdXIlMjBIVE1MJTIwZmlsZS4lMjAqJTJGJTBBJTNDJTJGc3R5bGUlM0UlMEElM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jX2VtYmVkX3NpZ251cCUyMiUzRSUwQSUzQ2Zvcm0lMjBhY3Rpb24lM0QlMjJodHRwcyUzQSUyRiUyRmtsYXBwdHJlLnVzMi5saXN0LW1hbmFnZS5jb20lMkZzdWJzY3JpYmUlMkZwb3N0JTNGdSUzRDBjN2UxOWFkMzg0ODE3MzY5ZTdlYjlkNjElMjZhbXAlM0JpZCUzRDdlYTVhNjZiNTUlMjIlMjBtZXRob2QlM0QlMjJwb3N0JTIyJTIwaWQlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIydmFsaWRhdGUlMjIlMjB0YXJnZXQlM0QlMjJfYmxhbmslMjIlMjBub3ZhbGlkYXRlJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwaWQlM0QlMjJtY19lbWJlZF9zaWdudXBfc2Nyb2xsJTIyJTNFJTBBJTA5JTNDaDIlM0VTdWJzY3JpYmUlM0MlMkZoMiUzRSUwQSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIyaW5kaWNhdGVzLXJlcXVpcmVkJTIyJTNFJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUyMGluZGljYXRlcyUyMHJlcXVpcmVkJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFRW1haWwlMjBBZGRyZXNzJTIwJTIwJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUwQSUzQyUyRmxhYmVsJTNFJTBBJTA5JTNDaW5wdXQlMjB0eXBlJTNEJTIyZW1haWwlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJFTUFJTCUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVxdWlyZWQlMjBlbWFpbCUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFRmlyc3QlMjBOYW1lJTIwJTNDJTJGbGFiZWwlM0UlMEElMDklM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwdmFsdWUlM0QlMjIlMjIlMjBuYW1lJTNEJTIyRk5BTUUlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMiUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUxOQU1FJTIyJTNFTGFzdCUyME5hbWUlMjAlM0MlMkZsYWJlbCUzRSUwQSUwOSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJMTkFNRSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIyJTIyJTIwaWQlM0QlMjJtY2UtTE5BTUUlMjIlM0UlMEElM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMDklM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1yZXNwb25zZXMlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMmNsZWFyJTIyJTNFJTBBJTA5JTA5JTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJyZXNwb25zZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLWVycm9yLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUwOSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVzcG9uc2UlMjIlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1zdWNjZXNzLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUzQyUyRmRpdiUzRSUyMCUyMCUyMCUyMCUzQyEtLSUyMHJlYWwlMjBwZW9wbGUlMjBzaG91bGQlMjBub3QlMjBmaWxsJTIwdGhpcyUyMGluJTIwYW5kJTIwZXhwZWN0JTIwZ29vZCUyMHRoaW5ncyUyMC0lMjBkbyUyMG5vdCUyMHJlbW92ZSUyMHRoaXMlMjBvciUyMHJpc2slMjBmb3JtJTIwYm90JTIwc2lnbnVwcy0tJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwc3R5bGUlM0QlMjJwb3NpdGlvbiUzQSUyMGFic29sdXRlJTNCJTIwbGVmdCUzQSUyMC01MDAwcHglM0IlMjIlMjBhcmlhLWhpZGRlbiUzRCUyMnRydWUlMjIlM0UlM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMmJfMGM3ZTE5YWQzODQ4MTczNjllN2ViOWQ2MV83ZWE1YTY2YjU1JTIyJTIwdGFiaW5kZXglM0QlMjItMSUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyJTIyJTNFJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJjbGVhciUyMiUzRSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnN1Ym1pdCUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyU3Vic2NyaWJlJTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMnN1YnNjcmliZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWMtZW1iZWRkZWQtc3Vic2NyaWJlJTIyJTIwY2xhc3MlM0QlMjJidXR0b24lMjIlM0UlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMjAlMjAlMjAlMjAlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElM0MlMkZmb3JtJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDc2NyaXB0JTIwdHlwZSUzRCd0ZXh0JTJGamF2YXNjcmlwdCclMjBzcmMlM0QnJTJGJTJGczMuYW1hem9uYXdzLmNvbSUyRmRvd25sb2Fkcy5tYWlsY2hpbXAuY29tJTJGanMlMkZtYy12YWxpZGF0ZS5qcyclM0UlM0MlMkZzY3JpcHQlM0UlM0NzY3JpcHQlMjB0eXBlJTNEJ3RleHQlMkZqYXZhc2NyaXB0JyUzRShmdW5jdGlvbiglMjQpJTIwJTdCd2luZG93LmZuYW1lcyUyMCUzRCUyMG5ldyUyMEFycmF5KCklM0IlMjB3aW5kb3cuZnR5cGVzJTIwJTNEJTIwbmV3JTIwQXJyYXkoKSUzQmZuYW1lcyU1QjAlNUQlM0QnRU1BSUwnJTNCZnR5cGVzJTVCMCU1RCUzRCdlbWFpbCclM0JmbmFtZXMlNUIxJTVEJTNEJ0ZOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjElNUQlM0QndGV4dCclM0JmbmFtZXMlNUIyJTVEJTNEJ0xOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjIlNUQlM0QndGV4dCclM0IlN0QoalF1ZXJ5KSklM0J2YXIlMjAlMjRtY2olMjAlM0QlMjBqUXVlcnkubm9Db25mbGljdCh0cnVlKSUzQiUzQyUyRnNjcmlwdCUzRSUwQSUzQyEtLUVuZCUyMG1jX2VtYmVkX3NpZ251cC0tJTNF" disclaimer="Þú getur afskráð þig hvenær sem er." tds_newsletter="tds_newsletter3" tds_newsletter3-title_color="#000000" tds_newsletter3-btn_bg_color="#dd3333" tds_newsletter3-btn_bg_color_hover="#000000" tds_newsletter3-f_title_font_family="182" tds_newsletter3-f_title_font_weight="400" tds_newsletter3-f_title_font_size="eyJhbGwiOiIyMCIsImxhbmRzY2FwZSI6IjEzIiwicG9ydHJhaXQiOiIxMyIsInBob25lIjoiMTMifQ==" tds_newsletter3-f_title_font_line_height="1.8" tds_newsletter3-f_title_font_spacing="0.2" tdc_css="eyJhbGwiOnsiYmFja2dyb3VuZC1jb2xvciI6IiNhN2UwZTUiLCJjb250ZW50LWgtYWxpZ24iOiJjb250ZW50LWhvcml6LWNlbnRlciIsImRpc3BsYXkiOiIifX0="]

NÝJUSTU FÆRSLUR