spot_img
HeimFréttirTugir íslenskra bíómynda á YouTube

Tugir íslenskra bíómynda á YouTube

-

Á vefsíðunni Steinninn.is, sem Eysteinn Guðni Guðnason heldur úti, má finna ýmiskonar upplýsingar um íslenskar kvikmyndir, þar á meðal hvar hægt er að nálgast þær. Athygli vekur að tugi íslenskra bíómynda má finna á YouTube.

Samkvæmt Eysteini eru núna yfir 30 íslenskar bíómyndir fáanlegar á YouTube og líklega fæstar þeirra með heimild rétthafa.

Þar má nefna Lói – þú flýgur aldrei einn, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, Djúpið, Grafir og bein, Falskur fugl, Algjör Sveppi og töfraskápurinn, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, Algjör Sveppi og leitin að Villa, Börn, A Little Trip to Heaven, Djöfleyjan, Sódóma Reykjavík og Benjamín dúfa. Myndgæði eru mjög misjöfn.

Þeir rétthafar sem vilja láta fjarlægja efni sitt af YouTube smelli hér:  https://support.google.com/youtube/answer/2807622

Steinninn.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR