Erlingur Óttar Thoroddsen skrifar handritið að bandarísku hýrslægjumyndinni „Midnight Kiss“

Erlingur Óttar Thoroddsen.

Hýrslægjumyndin („gay slasher“) Midnight Kiss er væntanleg á Hulu efnisveituna um áramótin, en handrit hennar er skrifað af Erlingi Óttari Thoroddsen (Rökkur).  Leikstjóri er Carter Smith.

Deadline skýrir frá þessu, en myndin er framleidd af Blumhouse framleiðslufyrirtækinu sem meðal annars stóð að Get Out, Whiplash og BlacKkKlansman.

Sjá nánar hér: ‘Into The Dark’: Augustus Prew, Scott Evans, Ayden Mayeri Among 6 Cast In New Year’s-Themed ‘Midnight Kiss’ Installment Of Horror Anthology

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR