Hýrslægjumyndin (“gay slasher”) Midnight Kiss er væntanleg á Hulu efnisveituna um áramótin, en handrit hennar er skrifað af Erlingi Óttari Thoroddsen (Rökkur). Leikstjóri er Carter Smith.
Deadline skýrir frá þessu, en myndin er framleidd af Blumhouse framleiðslufyrirtækinu sem meðal annars stóð að Get Out, Whiplash og BlacKkKlansman.