Heim Fréttir "Vesalings elskendur" sýnd á Gautaborgarhátíðinni

„Vesalings elskendur“ sýnd á Gautaborgarhátíðinni

-

Norrænar kómedíur verða í sérstökum fókus á Gautaborgarhátíðinni þetta árið og meðal þeirra níu mynda sem tilheyra flokknum er Vesalings elskendur eftir Maximilian Hult. Myndin er alfarið skipuð íslenskum leikurum og unnin á Íslandi.

Þetta er gamanmynd með rómantísku ívafi um tvo bræður sem eiga erfitt uppdráttar í ástamálum. Hún er framleidd af sænska fyrirtækinu LittleBig Productions AB af framleiðendunum Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström í samvinnu við Hughrif ehf og hún verður frumsýnd á Íslandi þann 14. febrúar á vegum Senu  Í aðalhlutverkum eru Björn Thórs, Jóel I Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Karlsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Axel Leó Kristinsson og Elvar Aron Heimisson.

Þetta er í annað sinn sem Maximilian gerir kvikmynd hérlendis, sú fyrri var hin margverðlaunaða Hemma (2014) sem einnig var alfarið gerð á Íslandi, tekin upp á sænsku en skartar bæði sænskum og íslenskum leikurum.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.