spot_img

Tökum á stuttmyndinni „Islandia“ lokið

Þóra Karitas Árnadóttir í Islandia. (Mynd: Nanna Rúnarsdóttir)

Tökum er lokið á stuttmynd Eydísar Eirar Björnsdótur, Islandia. Þær fóru fram í gömlu fangelsi í Segovia, fjallabæ norðan við Madrid á Spáni. Þóra Karítas Árnadóttir fer með aðalhlutverk.

Sagan, sem byggð er á sönnum atburðum, fjallar um unga íslenska konu sem lendir í hremmingum erlendis og endar í fangelsi. Eydís Eir skrifar einnig handrit, Marzbil Sæmundardóttir er aðstoðarleikstjóri og framleiðir myndina ásamt Svövu Lóu Stefánsdóttur, Ársæli Níelssyni og Carolina Salas. Kvikmyndatökumaður er Ray Dumas.

Verkefnið er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Evrópu unga fólksins og Jafnréttissjóði.

Plakatið gerðu Bjarney Hinriksdóttir og José Vásquez.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR