Er norrænn húmor of svartur fyrir heiminn?

Rams HrútarNorrænar dökkmyndir slá í gegn um veröld víða en norænn húmor virðist oft torskilin utan svæðisins. BBC spyr hversvegna og veltir upp ýmsum hliðum málsins. Hrútar Gríms Hákonarsonar kemur við sögu og er sögð standa svolítið sér á parti.

Í grein sem birtist á Kúltúrsíðu vefs BBC leggur Emma Jones meðal annars út af Hrútum og segir hana á góðri leið með að verða ein mest lofaða norræna mynd síðari ára. Hún vitnar í Grím Hákonarson sem segir myndina einkennast af gálgahúmor – sem sé afar dæmigerður norrænn húmor.

En Jones bendir á að myndin standi svolítið sér á parti vegna þess að heimurinn virðist eiga erfitt með að meðtaka norrænt grín meðan dökkt og þungt glæpadrama sé lapið upp.

Rætt er við ýmsa um þetta mál frá mörgum hliðum og má nánar lesa um hér: Is Nordic humour too dark for the rest of the world?

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR