Greining | Stefnir í mestu veltu í ár frá upphafi en innlend framleiðsla dregst saman

velta fyrstu8mán 2014SÍK hefur sent frá sér tölur um veltu í kvikmyndabransanum fyrstu átta mánuði ársins. Byggt er á gögnum Hagstofunnar, sem sýna að veltan það sem af er þessu ári er þegar orðin meiri en allt árið 2011 og stefnir í að verða hærri en nokkru sinni fyrr þegar árið er úti.

Þetta eru vissulega ágæt tíðindi en um leið er ekki öll sagan sögð.

Tölur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna 20% endurgreiðslunnar sýna glögglega að erlend verkefni eru stærsti hluti veltunnar og innlend framleiðsla er að dragast verulega saman. Hér að neðan er graf sem sýnir heildargreiðslur vegna endurgreiðslunnar frá upphafi og með fyrstu átta mánuðum yfirstandandi árs. Þær tala sínu máli, en þó má benda á að erlendu verkefnin eru um 83% af heildarveltunni það sem af er árinu.

Hafa ber í huga að endurgreiðslur falla stundum til vegna verkefna ársins á undan og stundum enn eldri verkefna. Þá skal og aftur minnt á að endanlegar tölur yfirstandandi árs liggja eðli málsins samkvæmt ekki fyrir.

Undir grafinu má svo skoða sömu gögn í tölum.

GRAF-endurgreiðsla-2001-2014

InnlendErlendSamtals
200101313
2002265682
200316926
2004573894
20053052307
200643122165
20071843187
200887290
20092190219
201016921190
201129519315
2012331262593
2013477482959
2014*159755914
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR