„Of Good Report“ frumsýnd í Bíó Paradís

of good reportSuður-afríska/íslenska kvikmyndin Of Good Report verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 23. janúar að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka.

Myndin, sem er dramatískur þriller, fjallar um hæglátan kennara í afskekktu sveitaþorpi í Suður-Afríku sem á í ólöglegu ástarsambandi við nemanda sinn, sem mun hafa hörmulegar afleiðingar fyrir þau.

Jahmil X.T. Qubeka leikstjóri Of Good Report.
Jahmil X.T. Qubeka leikstjóri Of Good Report.

Of Good Report var valin besta myndin á Africa International Film Festival sem fram fór í Calabar í Nígeríu. Hún hefur hlotið góða dóma og tekið þátt á fjölda kvikmyndahátíða nú þegar. Þeirra á meðal eru alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto, BFI London Film Festival, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Stokkhólmi og Taipei Golden Horse Film Festival.

Almennar sýningar á myndinni hefjast 24. janúar í Bíó Paradís, að viðstöddum leikstjóranum sem mun svara spurningum úr sal að sýningunum loknum.

Heather Millard hjá Compass Films er íslenskur meðframleiðandi myndarinnar, sem meðal annars hlaut samframleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði Íslands.

Sjá nánar hér: Of Good Report.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR