spot_img

Edda og Sverrir hlutu bæði Guldbaggen verðlaun

Edda Magnason í Monica Z.
Edda Magnason í Monica Z.

Edda Magnason og Sverrir Guðnason, Svíar af íslenskum uppruna, hlutu bæði Guldbaggen verðlaun Sænsku kvikmyndastofnunarinnar fyrir framkomu sína í kvikmyndinni Monica Z, en verðlaunaafhendingin fór fram á mánudagskvöld.

Edda hlaut verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki en Sverrir sem besti leikari í aukahlutverki.

Edda (fædd 1984) hefur aðallega starfað sem söngkona og tónlistarmaður. Hlutverk Monicu Zetterlund er hennar fyrsta kvikmyndahlutverk.

Sverrir (fæddur 1978) hefur lengi starfað sem leikari og tók reglulega þátt í Wallander-seríunni svo dæmi séu nefnd.

Sverrrir Guðnason í Monica Z.
Sverrrir Guðnason í Monica Z.

Kvikmyndin fjallar um sænsku söng- og leikkonuna Monicu Zetterlund og söguna af því hvernig hún varð fræg jazzsöngkona í New York á sjöunda áratug síðustu aldar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR