spot_img

Um tilvist Ríkisútvarpsins

Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra.
Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra.

Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra skrifar grein í helgarútgáfu Fréttablaðsins þar sem hann ræðir um RÚV og hlutverk þess. Hann segir meðal annars:

Af hverju þarf hver einasti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækjakaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þannig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa?

En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leikhús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og greining yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarpsþætti.

Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkisútvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreytileiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu.

Sjá nánar hér: Vísir – Um tilvist Ríkisútvarpsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR