spot_img

„Still Life“ hlaut Gullna lundann

Úr Still Life eftir Uberto Pasolini.
Úr Still Life eftir Uberto Pasolini.

Verðlaunaafhending RIFF fór fram í kvöld í Gamla bíói. Helstu verðlaun eru sem hér segir:

  • Still Life (Kyrralífsmynd) eftir Ítalann Uberto Pasolini var sigursæl, fékk aðalverðlaun hátíðarinnar Gullna lundann og FIPRESCI verðlaunin að auki.
  • Ekspeditionen til verdens ende (Leiðangur á enda veraldar) eftir danska leikstjórann Daniel Dencik fékk Umhverfisverðlaun RIFF.
  • Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar runnu til The Lunchbox (Nestisboxins) eftir Indverska leikstjórann Ritesh Batra.
  • Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson þótti besta íslenska stuttmyndin.
  • Vi är bäst! (Við erum bestar!) fékk áhorfendaverðlaun RIFF, en um þau verðlaun var kosið á netinu.

Dómnefnd Vitranaflokksins, aðalverðlauna hátíðarinnar, var skipuð þeim Luciana Castellina, Loïc Magneron og Vigdísi Finnbogadóttur. Hún hafði þetta að segja um verðlaunamyndina:

„Í flokknum Vitranir á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, komu  tólf kvikmyndir til álita. Allar eru þær fyrsta eða annað verk leikstjóra og voru að mati dómnefndar, hver á sinn hátt, í háum gæðaflokki. Það er því  augljóst að vandi var að velja mynd til verðlauna. Hugsjónir og hæfileikar kvikmyndagerðarmanna síðustu ára, sem túlka þjóðfélagsmál eins og þau birtast víða í heiminum, varða mannkynið allt. Dómnefndin samþykkti einróma að veita kvikmyndinni Still Life fyrstu verðlaun, Gullna lundann, fyrir listrænt gildi hennar og efnistök, en einnig fyrir næma túlkun og mannleg skilaboð sem leikstjóranum tekst að fanga.“

Sjá öll verðlaun hér: Verðlaun RIFF 2013: Still Life fær Gullna lundann | Reykjavík International Film Festival.

Þess ber að geta að kvikmynd Lukas Mooodyson, Við erum bestar, kemur í Bíó Paradís innan skamms.

Brot úr verðlaunamyndinni Still Life má sjá hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR