spot_img

Cantet og Gray troða upp á RIFF

James Gray og Laurence Cantet.
James Gray og Laurence Cantet.

Leikstjórarnir Laurence Cantet og James Gray eru nú komnir til landsins og mun RIFF veita þeim sömu verðlaun og Lukasi Moodysson, verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi. Fer sú verðlaunaafhending fram á Bessastöðum kl. 16, miðvikudaginn 2. október.

Frakkinn Laurent Cantet og Bandaríkjamaðurinn James Gray eiga ekki margt sameiginlegt þótt leiðir þeirra liggi saman hér. Laurent er fæddur 1961 og sló í gegn með fjórðu myndinni sinni, Bekkurinn (The Class á ensku), sem fékk Gullpálmann í Cannes 2008. Sigurinn opnaði honum allar dyr og hann mætir nú á RIFF með myndina Foxfire – Confessions of a Girl Gang. Þetta er mynd um stelpnagengi í New York fylki árið 1955, sem byggir á metsölubók eftir Joyce Carol Oates.

Stikla úr myndinni:

James Gray er fæddur 1969 og kom með sína fyrstu mynd 1994, Little Odessa með Tim Roth í aðalhlutverki. Nýjasta mynd James er The Immigrant. Þetta er flott drama um pólska stúlku (Marion Cotillard), sem lendir í klóm melludólgs (Joaquin Phoenix að leika í sinni fjórðu mynd fyrir leikstjórann). Myndin á að gerast árið 1920 í New York, en borgin er leikstjóranum mjög kær. Þá hafa innflytjendur og glæpir einnig verið James Gray yrkisefni oft áður.

Hér er stikla myndarinnar og á eftir fylgir stutt viðtal við James um nýju myndina frá Cannes í maí:

Laurent Cantet og James Gray halda sameiginlegan masterklassa í Tjarnarbíói nú á miðvikudaginn kl. 12. Hinn kunni blaðamaður og kvikmyndamógúll Harlan Jacobson stjórnar masterklassanum þar sem farið verður yfir feril leikstjórana og gestum gefst kostur á að spyrja þá spurninga.

Bæði Laurent og James verða svo með Q&A á eftir myndum sínum sem hér segir:

Laurent Cantet Q&A

1. okt – Til suðurs (Vers le sud) kl. 17 – Háskólabíó
2. okt – Foxfire – Confessions of a Girl Gang kl. 19 – Háskólabíó
2. okt – Mannauður (Ressources Humaines) kl. 22 – Háskólabíó

James Gray Q&A

1. okt – Little Odessa kl. 17 – Háskólabíó
1. okt – The Immigrant kl. 19 – Háskólabíó
3. okt – Two Lovers kl. 13 – Tjarnarbíó

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR