Gagnrýni | The Immigrant

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Marion Cotillard í The Immigrant eftir James Gray.
Marion Cotillard í The Immigrant eftir James Gray.

[column col=“1/2″][message_box title=“Háskólabíó / RIFF | THE IMMIGRANT“ color=“blue“]
3.5 out of 5 stars (3,5 / 5)
Leikstjóri: James Gray
Handrit: James Gray
Aðalhlutverk: Marion Cotillard, Joaquin Phoenix, Jeremy Renner
Lengd 120 mín.
[/message_box][/column]Bandaríski leikstjórinn James Gray er einn af heiðursverðlaunahöfum kvikmyndahátíðarinnar í ár þrátt fyrir að hafa gert aðeins 5 myndir. En hann er greinilega vandvirknislegur leikstjóri þar sem yfirleitt hefur liðið nokkuð langur tími á milli mynda hans. T.d. liðu sex ár á milli fyrstu og annar myndar (Little Odessa og The Yards) og svo sjö ár á milli annarar og þriðju myndarinnar (We Own the Night). Biðin hefur þó styst seinna meir og núna kemur hann með nýja mynd, The Immigrant, fjórum árum eftir að Two Lovers síðasta mynd hans kom út.

Myndin fjallar um Ewu (Marillon Cotilliard), unga pólska konu sem flytur til Bandaríkjanna ásamt systur sinni. Við komu til landsins eru þær þá skildar að (systirin er veik) og er næstum búið að vísa Ewu úr landi þegar henni tekst að sannfæra mann einn að nafni Bruno (Joaquin Phoenix) um að taka hana að sér og koma henni inn í landið. En svo kemur í ljós að maðurinn er einhvers konar hórumangari og hún fer að vinna fyrir hann sem dansari og síðar sem vændiskona, gegn því að hann hjálpi henni að koma systur sinni í landið. En vitaskuld flækjast málin.

Gray hefur hér gert mynd sem mætti segja að sé af gamla skólanum. Sagan er ekki ný af nálinni en þó eru ekki svo margar slíkar sagðar í dag, heldur er hún frekar eins og mynd frá 7. eða 8. áratug síðustu aldar. Gray er þó ekki með einhverja siðferðislega predikun hérna eins og að vændi sé slæmt eða að glæpir borgi sig ekki, heldur er hann að segja sögu af tveimur manneskjum sem lífið hefur leikið illa, og hvernig þau fást við aðstæður sem þær komast ekki úr.

Joaquin Phoenix er hreint magnaður í sínu hlutverki og heldur áfram að sanna sig sem einn besta leikara sinnar kynslóðar. Marion Cotillard er engu síðri og pólskur framburður hennar er óaðfinnanlegur, hún hverfur alveg í persónuna. Jeremy Renner sýnir einnig á sér nýja og örlítið léttari hlið en vanalega sem Emil, frændi persónu Phoenix sem verður vonbiðill Ewu.

Gray tekst að skapa mjög sérstakt andrúmsloft í þessari mynd og sömuleiðis er útlit myndarinnar áhugavert (enda skotin af einum besta tökumanni heimsins, Darius Khondji), hinn sjónræni stíll minnir á myndir á borð við Guðföðurinn I og II og þá sérstaklega senurnar í II með Don Corleone sem ungum manni en þær gerðust einmitt á svipuðum tíma og þessi mynd. Gray er óbeint að vitna í gamla hefð hérna en tekst um leið að skapa eitthvað aðeins öðruvísi, myndin er í senn klassísk og fersk.

The Immigrant er mynd sem leynir á sér, hún virðist látlaus og fjalla um einfalda hluti en á bak við liggur eitthvað djúpt sem þó er erfitt að festa hendur á. Engu að síður nær myndin ekki alveg sömu hæðum og síðasta mynd Gray, hin magnaða Two Lovers, e.t.v. er það að hluta til því efniviðurinn er of kunnuglegur. Ástarþríhyrningurinn sem myndast á milli Ewu, Bruno og Emil verður t.d. aldrei nógu sannfærandi. Gray tekst því ekki fullkomnlega upp í þetta skiptið en The Immigrant er engu að síður vönduð og áleitin mynd sem vert er að sjá.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Athugasemdir

álit