SÍK fagnar frumvarpi um hækkun endurgreiðslu – styttist í nýjan kvikmyndasamning?

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK spjallar við Jón Gunnarsson alþingismann.
Hilmar Sigurðsson formaður SÍK.

Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent.

Þetta kemur fram á Vísi.is og þar er rætt við Hilmar:

Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega.

„Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“

Frumvarpið má skoða hér. Sjá nánar hér: visir.is

Þá hlerar Klapptré að Kvikmyndaráð og menntamálaráðherra muni funda um tillögur ráðsins á næstu dögum, sem gæti bent til þess að senn fari að draga til tíðinda hvað nýjan kvikmyndasamning varðar.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR