Greining | Aðsóknarlegar síðsumarsstillur

Hrútar Sigurður Sigurjónsson víttHrútar, Webcam  og Fúsi halda áfram í rólegheitunum, sú fyrstnefnda mun líklega ná yfir tuttugu þúsund gesta markið í næstu eða þarnæstu viku.

Framundan eru mynd Baltasars Kormáks, Everest, sem frumsýnd verður um miðjan september og síðan Þrestir Rúnars Rúnarssonar sem kemur í almennar sýningar um miðjan október.

Hrúta sáu 201 gestur um nýliðna helgi, þá þrettándu. Alls komu 367 í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur nú 19.784 manns.

Webcam fékk 15 gesti um helgina en alls 36 gesti yfir vikuna. Alls hefur myndin fengið 2.717 gesti.

Fúsi fékk 123 gesti um helgina en um vikuaðsókn er ekki vitað. Heildarfjöldi gesta er komin í 12.339 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 17.-23. ágúst 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
13Hrútar367 19.784
22Fúsi123 (helgin)12.339
6Webcam362.717
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR