Ný þjónusta fyrir verktaka og einyrkja

Freelance kallast nýtt þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að gera líf verktaka/einyrkja auðveldara með nýrri nálgun hér á landi þó að þjónustan eigi sér fyrirmyndir til margra ára á hinum Norðurlöndunum. Þeir lesendur Klapptrés sem eru snarir í snúningum að skrá sig fá afslátt af þjónustugjaldi.

Þjónusta Freelance, sem Klara Rún Kjartansdóttir rekur (slóðin er hér), virkar á eftirfarandi hátt:

Verktaki býr til aðgang og fer í gegnum einfalt skráningarferli á reikningi. Freelance sér síðan um að senda út reikning, innheimta greiðslu (ef þess þarf), reikna laun á viðkomandi, greiða út laun og sér til þess að skattar, lífeyrissjóður og önnur launatengd gjöld séu greidd á réttum tíma. Í lok árs Freelance svo verktakamiða á alla launþega og koma því launagreiðslur frá Freelance forskráðar á skattframtal.

Freelance er með kerfi þar sem notendur búa til aðgang og skrá sig inn. Á innri vef Freelance er hægt að skrá viðskiptavin sem á að senda reikning til, kostnaðarnótur (sem eru endurgreiddar, frádráttabærar frá skatti) og síðan sölureikning sem viðskiptavinur fær sendan.

Klara Rún segir kostina við að nýta þjónustu Freelance meðal annars þessa:

  • Slysatrygging – við sjáum til þess að allir launþegar Freelance séu vátryggðir
  • Heimilt að draga frá kostnað (fyrir skatta, þó alltaf í samráði við okkur)
  • Möguleiki að geyma orlof
  • Möguleiki á að skipta launagreiðslum á fleiri en einn mánuð
  • Skattar og önnur launatengd gjöld alltaf greidd á réttum tíma
  • Sparnaður við bókhaldsþjónustu og skattaráðgjöf
  • Kröfufjármögnun – launamenn Freelance hafa aðgang að kröfufjármögnun og geta fengið reikning greiddar nokkrum dögum eftir að hann er gefinn út (að því gefnu að fjármögnun sé samþykkt)

Þjónustugjald Freelance er 3,5% af hverjum reikning en hundrað lesendum Klapptrés býðst afsláttur af gjaldinu til áramóta og greiða því 3% þjónustugjald. Fyrstir koma, fyrstir fá. Áhugasamir skrá sig í gegnum vef Freelance og senda síðan póst á bokhald@freelance.is með “klapptré” sem subject.

(Tekið skal fram að Klapptré hefur engan fjárhagslegan ávinning af þessu tilboði né á nokkurra hagsmuna að gæta gagnvart Freelance).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR