Sony Classics kaupir „Land Ho!“ á Sundance

Úr Land Ho! sem tekin var upp hér á landi síðastliðið haust.
Úr Land Ho! sem tekin var upp hér á landi síðastliðið haust.

Land Ho!, vegakómedían sem tekin var upp hér á landi s.l. haust hefur verið keypt til dreifingar af Sony Pictures Classics. Myndin er nú í sýningum á Sundance hátíðinni.

David Gordon Green (sem nýlega endurgerði Á annan veg sem Prince Avalanche) er í framleiðendahlutverkinu en leikstjórar eru Aaron Katz og Martha Stephens. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir eru meðframleiðendur fyrir Vintage Pictures.

Land Ho! er um tvo gamlingja sem þvælast um Ísland og lenda í ýmsum ævintýrum. Paul Eenhoorn og Earl Lynn Nelson fara með aðalhlutverkin en nokkrir Íslendingar birtast einnig í myndinni, þar á meðal Alice Olivia Clarke (The Good Heart) og Emmsjé Gauti.

Deadline greinir frá: Sony Classics Acquires Road Trip Comedy ‘Land Ho!’ At Sundance.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR