Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg fær mjög góða dóma í The New York Times, en myndin er nú sýnd í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Film Movement.
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.
Karl Blöndal skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg, en myndin er nú sýnd í Bíó Paradís. Karl gefur myndinni fjórar stjörnur og segir hana fallegan og eftirminnilegan minnisvarða um líf á hjara veraldar.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars listilega vel smíðaða heimildamynd.
Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Tengivagninum á Rás 1, en báðar voru sýndar á nýafstaðinni Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Hátíðin hófst í dag og stendur fram til 6. júlí. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg tekur þátt í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi sem fram fer dagana 28. júní til 6. júlí. Plakat myndarinnar hefur verið gert opinbert.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg hefur verið valinn til þátttöku í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Þetta er önnur heimildamynd Yrsu, sem hlaut Nordisk Panorama verðlaunin fyrir frumraun sína Salóme.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut á dögunum Menningarverðlaun DV í flokki kvikmynda. DV fjallar um myndina, birtir umsögn dómnefndar og ræðir við Yrsu.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut í dag menningarverðlaun DV í flokki kvikmyndalistar. Verðlaunin voru afhent í 36. skipti í Iðnó í dag, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á árinu 2014.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg heldur áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum, en myndin vann í kvöld verðlaun á L'Alternativa kvikmyndahátíðinni í Barcelona á Spáni. Þetta eru fjórðu verðlaunin sem myndin hlýtur.
Breska sölufyrirtækið Taskovski Films mun annast sölu á heimildamyndinni Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg á alþjóðavettvangi. Þessi margfalda verðlaunamynd er nú til sýnis í Bíó Paradís.
"Þótt Salóme sé allt öðru vísi en mamma mín og sjálfsagt allt öðruvísi en mamma þín þá fjallar myndin á einhvern einkennilegan hátt um mömmur okkar allra. Um konuna sem er allur heimurinn. Og mér sýnist að ég hafi ekki verið einn um að skynja það hvernig myndinni tókst að kvikmynda þessa einkennilegu kennd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg heldur áfram sigurgöngu sinni en myndin var verðlaunuð á Szczecin European Film Festival í Póllandi sem lauk í gær.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.
Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.
Í lokabréfi sínu frá Skjaldborg fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um vinningsmyndina, Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg - heimildamynd um manneskju sem vill ómögulega vera í heimildamynd.
Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.