HeimEfnisorðVintage Pictures

Vintage Pictures

„Svanurinn“ seld til N-Ameríku og Kína

Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen. Þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um að selja myndina.

„A Reykjavik Porno“ hlaut tvenn verðlaun á norrænni hátíð í New York

A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley hlaut tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York um helgina. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Tökur á „Svaninum“ ganga vel í Svarfaðardal

Tökur í kvikmyndinni Svaninum í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hafa staðið frá júlíbyrjun. Tökur hafa gengið vel að sögn aðstandenda en þær munu standa fram í ágúst. Einnig verður myndað í Grindavík.

Tökur að hefjast á „Svaninum“

Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast nú í júlí. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Upptökur fara fram í Svarfaðardal á Norðurlandi.

„Svanurinn“ í tökur í júlí

Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast í júlí. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures framleiða. Ása Helga lýsir myndinni meðal annars sem sögu um níu ára stúlku í tilvistarkreppu.

Tökum á íslensk/skosku kvikmyndinni „Pale Star“ lokið

Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir.

Ása Helga leitar að ungri leikkonu vegna stuttmyndar

Ása Helga Hjörleifsdóttir leitar nú að ungri leikkonu til að fara með eitt af aðalhlutverkum stuttmyndarinnar Vetur, nótt sem tekin verður upp í janúar. Prufur verða haldnar 16., 17., og 18. desember í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi 1. Áhugasömum er bent á að hafa samband við casting.vetur@gmail.com

Berlín 2014: Ása Helga fær þróunarstuðning fyrir „Svaninn“

Ása Helga Hjörleifsdóttir hlaut um helgina þróunarstuðning fyrir verkefni sitt Svanurinn, sem tekur þátt í svokölluðum Talent Project Market á yfirstandandi Berlínarhátíð. Stuðningurinn nemur 1000 evrum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR