HeimEfnisorðVesturport

Vesturport

Þáttaröðin VIGDÍS og bíómyndin LJÓSVÍKINGAR styrkt af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Þáttaröðin Vigdís í framleiðslu Vesturports og bíómyndin Ljósvíkingar frá Kvikmyndafélagi Íslands hlutu styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum.

Vesturport undirbýr þáttaröð um hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í forsetastól

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.

VERBÚÐIN selst vel

Þáttaröðin Verbúðin í framleiðslu Vesturports hefur verið seld til sjónvarpsstöðva og streymisveita víða um heim.

Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Gísli Örn um þáttaröðina „Verbúð“: Mik­il og marglaga saga

Gísli Örn Garðarsson ræðir meðal annars um fyrirhugaða þáttaröð sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV, í viðtali við Morgunblaðið. Þáttaröðin kallast Verbúð og verður í átta hlutum. Verkefnið var kynnt á Scandinavian Screenings á dögunum.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Björn Hlynur um „Blóðberg“: Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum

Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag en kemur svo í kvikmyndahús þann 10. apríl. Björn Hlynur ræðir um myndina í viðtali við Fréttablaðið.

„Blóðberg“ stiklan er komin

Blóðberg, kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar, kemur í kvikmyndahús þann 10. apríl en verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag, 5. apríl. Þetta er í annað sinn í íslenskri kvikmyndasögu sem kvikmynd er opinberuð með þessum hætti og verður spennandi að sjá hvernig viðtökur almennings verða. Stikla myndarinnar hefur nú verið opinberuð og má sjá hér.

Plakat „Blóðbergs“ afhjúpað

Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.

„Blóðberg“ Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR