spot_img

[Stikla] Þáttaröðin VIGDÍS á RÚV frá 1. janúar

Stikla þáttaraðarinnar Vigdís er komin út og má sjá hér.

Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.

Þættirnir, sem verða fjórir talsins, fjalla um aðdraganda þess að Vigdís Finnbogadóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands sem og kosningabaráttuna sjálfa sem fram fór vorið 1980.

Segir í kynningu frá framleiðendum:

Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga stúlku sem gefst aldrei upp sama hvað á dynur.

Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið, en Elín Hall leikur Vigdísi á yngri árum.

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra. Handritshöfundar eru Björg Magnúsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir. Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport.

Eli Arenson stjórnar kvikmyndatöku og Úlfar Teitur Traustason annast klippingu. Tónlistin er eftir Herdísi Stefánsdóttir og Sölku Valsdóttur. Skúli Helgi Sigurgíslason sér um hljóðhönnun og búningahöfundur er Helga I. Stefánsdóttir, en Heimir Sverrisson gerir leikmynd.

REinvent annast sölu- og dreifingu á alþjóðlegum vettvangi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR