spot_img

Stuttmyndin BRÚÐURIN verðlaunuð á Tallinn Black Nights

Stuttmyndin Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu á PÖFF– Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í flokknum New Talents Live Action um nýliðna helgi.

Brúðurin var frumsýnd á RIFF fyrir nokkrum vikum og var valin þar besta íslenska stuttmyndin.

Í umsögn dómnefndar segir að stuttmyndinni sé meistaralega leikstýrt og hún hrífi áhorfendur með sér. „Gimsteinn sem skarar fram úr með nákvæmni og listfengi.“

Brúðurin var meðal 22 annarra stuttmynda í sama flokki. Vinningsmyndin var stuttmyndin We Beg to Differ (Írland/ Bretland) eftir Ruairi Bradley. Á meðal vinningsmynda í öðrum flokkum voru The Weight of Light (Eistland) eftir Anna Hints, en mynd hennar, eistnesk/íslenska heimildamyndin Smoke Sauna Sisterhood var valin besta heimildamyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra, sem og heimildamynd ársins á Eddunni 2024.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR