HeimEfnisorðSjónvarp símans

Sjónvarp símans

[Stikla] Áhyggjur og erfiður sannleikur í þáttaröðinni ÚTILEGU

Þáttaröðin Útilega kemur í Sjónvarp Símans þann 17. október. Fannar Sveinsson leikstýrir eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar og Sigurðar G. Valgeirssonar.

Birkir Ágústsson hjá Símanum: Sex þáttaraðir á árinu

Í ár er von á allt að ellefu leiknum þáttaröðum í sjónvarp, en það er töluvert meira en nokkru sinni fyrr. Sjónvarp Símans framleiðir sex þessara þáttaraða eða rúman helming.

[Stikla] Þáttaröðin KENNARASTOFAN hefst 4. janúar í Sjónvarpi Símans

Þáttaröðin Kenn­ara­stof­an hefst 4. janúar í Sjón­varpi Sím­ans. Kristófer Dignus leikstýrir þáttunum, en með aðal­hlut­verk fara Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir og Sverr­ir Þór Sverr­is­son (Sveppi).

Morgunblaðið um HÆKKUM RÁNA: Sjón er sögu ríkari

Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.

Lestin um JARÐARFÖRINA MÍNA: Djúpstæð áhrif áfalla móta viðhorfið til lífsins

Jarðarförin mín varpar ljósi á augljósustu og duldustu afbrigði hversdagsleika samtímans á séríslenskan hátt svo áhorfendur gráta og hlæja með, segir Katrín  Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og sýnd í Sjónvarpi Símans.

Viðhorf | Ögn um erindið við umheiminn og okkur sjálf

Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.

Pálmi Guðmundsson:  Höfum áhuga á að fjármagna íslenskar kvikmyndir sem sýndar verða í Sjónvarpi Símans Premium

Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins er rætt við Pálma Guðmundsson stjórnanda Sjónvarps Símans um áherslur í leiknu efni og verkefnin sem framundan eru. Hann ræðir meðal annars um áhuga sinn á að gera kvikmyndir sérstaklega fyrir efnisveituna, Sjónvarp Símans Premium og að styðja við handritshöfunda.

Sjónvarp Símans gerist aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Sjónvarp Símans er nú orðin aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og þannig geta verkefni stöðvarinnar sótt um fjármagn til sjóðsins líkt og RÚV og Stöð 2.

„Stella Blómkvist“ í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á Viaplay í febrúar

Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.

100 þúsund sinnum horft á „Stellu Blómkvist“ þættina á fyrstu dögunum

Framúrskarandi móttökur á sjónvarpsþáttunum um Stellu Blómkvist staðfesta að Síminn getur framleitt innlent efni í meira mæli, segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans í spjalli við Viðskiptablaðið.

Þáttaröðin „Stella Blómkvist“ fer öll í loftið í dag í Sjónvarpi Símans

Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.

[Stikla] Þáttaröðin „Stella Blómkvist“

Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Pálmi Guðmundsson um innlendar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans

Morgunblaðið ræðir við Pálma Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans um fyrirtækið og framtíðarplön þess á sviði innlendrar dagskrárgerðar.

Þarf íslenskt sjónvarp pólitíska vernd?

Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.

Nauðsynlegt að breyta lögum til að halda innlendri framleiðslu einkarekinna miðla áfram

Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.

Skjár einn heitir nú Sjónvarp Símans

Heitið Skjár einn leggst niður frá og með deginum í dag og verður að Sjónvarpi Símans. Ár er síðan að Skjár einn rann inn í Sím­ann og dag­skrá stöðv­ar­innar var opnuð öllum lands­mönnum í októ­ber í fyrra.Þá stofn­aði Sím­inn streym­isveitu í áskrift sem hefur nú fleiri áskrif­endur en voru að sjón­varps­stöð­inni við breyt­ing­una.

Sjónvarp Símans kaupir sýningarrétt á væntanlegri þáttaröð Baldvins Z

Sjónvarp Símans hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröð sem Baldvin Z og samstarfsfólk hans er með í undirbúningi. Þættirnir verða 13 og er fyr­ir­hugað að serí­an verði til­bú­in eft­ir tvö til þrjú ár.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR