Sjónvarpsstöðvarnar þrjár, RÚV, Sjónvarp Símans og Stöð 2, hafa sent frá sér tilkynningu varðandi fyrirhuguð sjónvarpsverðlaun sem þau hyggjast standa fyrir í maí á næsta ári.
Þáttaröðin Útilega kemur í Sjónvarp Símans þann 17. október. Fannar Sveinsson leikstýrir eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar og Sigurðar G. Valgeirssonar.
Í ár er von á allt að ellefu leiknum þáttaröðum í sjónvarp, en það er töluvert meira en nokkru sinni fyrr. Sjónvarp Símans framleiðir sex þessara þáttaraða eða rúman helming.
Þáttaröðin Kennarastofan hefst 4. janúar í Sjónvarpi Símans. Kristófer Dignus leikstýrir þáttunum, en með aðalhlutverk fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi).
Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.
Jarðarförin mín varpar ljósi á augljósustu og duldustu afbrigði hversdagsleika samtímans á séríslenskan hátt svo áhorfendur gráta og hlæja með, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og sýnd í Sjónvarpi Símans.
Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.
Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins er rætt við Pálma Guðmundsson stjórnanda Sjónvarps Símans um áherslur í leiknu efni og verkefnin sem framundan eru. Hann ræðir meðal annars um áhuga sinn á að gera kvikmyndir sérstaklega fyrir efnisveituna, Sjónvarp Símans Premium og að styðja við handritshöfunda.
Sjónvarp Símans er nú orðin aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og þannig geta verkefni stöðvarinnar sótt um fjármagn til sjóðsins líkt og RÚV og Stöð 2.
Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.
Framúrskarandi móttökur á sjónvarpsþáttunum um Stellu Blómkvist staðfesta að Síminn getur framleitt innlent efni í meira mæli, segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans í spjalli við Viðskiptablaðið.
Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.
Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.
Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.
Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.
Heitið Skjár einn leggst niður frá og með deginum í dag og verður að Sjónvarpi Símans. Ár er síðan að Skjár einn rann inn í Símann og dagskrá stöðvarinnar var opnuð öllum landsmönnum í október í fyrra.Þá stofnaði Síminn streymisveitu í áskrift sem hefur nú fleiri áskrifendur en voru að sjónvarpsstöðinni við breytinguna.
Sjónvarp Símans hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröð sem Baldvin Z og samstarfsfólk hans er með í undirbúningi. Þættirnir verða 13 og er fyrirhugað að serían verði tilbúin eftir tvö til þrjú ár.