HeimEfnisorðLestin-Rás 1

Lestin-Rás 1

Lestin á Rás 1 um „Litlu Moskvu“: Sumir byggja stíflur meðan aðrir sprengja þær

Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1, segir Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson vera merka heimild um liðna tíð, og sé enn lifandi saga í minni íbúa Neskaupstaðar.

Lestin á Rás 1 um „Undir halastjörnu“: Helst ekki á floti

"Myndin fer vel af stað en líður fyrir veikt handrit og slaka persónusköpun", segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

Lestin á Rás 1 um „Kona fer í stríð“: Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.

Lestin á Rás 1 um „Adam“: Einlæg, íhugul og heillandi mynd

"Einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt", segir Gunnar Theodór Eggertsson um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur í Lestinni á Rás 1.

Lestin á Rás 1 um „Mannasiði“: Rýfur vítahring þöggunar

Heiða Jóhannsdóttir fjallar um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal, í Lestinni á Rás 1 og segir hana gott dæmi um fágaða kvikmyndagerð fyrir sjónvarp.

Lestin á Rás 1 um „Andið eðlilega“: Vel smíðað drama sem dregur fram hið mannlega

"Á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Lestinni á Rás 1 um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur.

Lestin á Rás 1 um „Svaninn“: Alvörugefin og draumkennd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.

Lestin á Rás 1 um „Sumarbörn“: Metnaðarfull fjölskyldumynd með ævintýrabrag

"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.

Lestin á Rás 1 um „Undir trénu“: Eins og tvær ólíkar kvikmyndir

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í Lestinni á Rás 1 og segir meðal annars: "Ég fékk á tilfinninguna að myndin vissi ekki alveg hvaða sögu hún hafði meiri áhuga á að segja – þessa um unga manninn sem þarf að horfast í augu við skilnað eða þessa um erjurnar sem taka að snúast um margt annað en bara tignarlegt tréð."

Lestin á RÚV um „Ég man þig“: Sterk glæpasaga en slappur hrollur

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR