Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1, segir Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson vera merka heimild um liðna tíð, og sé enn lifandi saga í minni íbúa Neskaupstaðar.
"Myndin fer vel af stað en líður fyrir veikt handrit og slaka persónusköpun", segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Undir halastjörnu Ara Alexanders.
Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.
"Einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt", segir Gunnar Theodór Eggertsson um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur í Lestinni á Rás 1.
Heiða Jóhannsdóttir fjallar um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal, í Lestinni á Rás 1 og segir hana gott dæmi um fágaða kvikmyndagerð fyrir sjónvarp.
"Á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Lestinni á Rás 1 um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.
"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í Lestinni á Rás 1 og segir meðal annars: "Ég fékk á tilfinninguna að myndin vissi ekki alveg hvaða sögu hún hafði meiri áhuga á að segja – þessa um unga manninn sem þarf að horfast í augu við skilnað eða þessa um erjurnar sem taka að snúast um margt annað en bara tignarlegt tréð."
Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.