HeimEfnisorðHrútar

Hrútar

The Hollywood Reporter um „Hrúta“: Frá næstum absúrd-kómedíu til harmleiks

Hinn gamareyndi krítíker Todd McCarthy hjá The Hollywood Reporter kallar Hrúta Gríms Hákonarsonar "góðan fánabera fyrir Ísland"; einfalda en vel sagða sögu um erfiðleika í einangraðri sveit.

Cineuropa um „Hrúta“: Húmor og blíða undir hrjúfu yfirborði

"Bræður í stríði" er yfirskrift umsagnar Fabien Lemercier hjá Cineuropa um Hrúta Gríms Hákonarsonar sem segir ýmsa nýlundu bera fyrir augu í myndinni. Hann segir jafnframt myndina einfalda, markvissa og fulla af kærleik.

Variety lofar „Hrúta“ á Cannes

Variety hefur þegar birt umsögn um Hrúta Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í dag á Cannes hátíðinni og fer gagnrýnandinn Alissa Simon lofsamlegum orðum um myndina.

„Hrútar“ heimsfrumsýnd á Cannes fyrr í dag, leikstjórinn tileinkar myndina íslensku sauðfé

Hrútar Gríms Hákonarsonar var heimsfrumsýnd í Palais des Festivals, aðal sýningarvettvangi Cannes hátíðarinnar, fyrr í dag. Grímur sagði Thierry Frémaux stjórnanda hátíðarinnar, sem kynnti mynd og aðstandendur fyrir sýningu, að verkið væri tileinkað íslensku sauðkindinni.

Vel gengur að selja „Hrúta“ á Cannes

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar á alþjóðlegum markaði. Sala á myndinni gengur vel á yfirstandandi Cannes hátíð.

Cannes hófst í dag – plakat „Hrúta“ opinberað

Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Meðal mynda sem sýndar eru á hátíðinni er Hrútar Gríms Hákonarsonar. Myndina hér að ofan birtir Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar á Facebok síðu sinni og sýnir hún frá opnunarhátíðinni. Þá var plakat Hrúta jafnframt opinberað í dag og má sjá það hér.

Stiklan úr „Hrútum“ komin

Stikla Hrúta Gríms Hákonarsonar hefur verið opinberuð. Myndin verður heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni síðar í mánuðinum en almennar sýningar hefjast hér á landi þann 29. maí.

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.

Sala á „Hrútum“ hafin í aðdraganda Cannes

Pólska sölufyrirtækið New Europe mun annast sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd verður í Cannes í maí. Þegar hefur verið gengið frá sölu á franskan markað og verið er að semja um nokkur önnur lönd.

„Hrútar“ keppa í Un Certain Regard á Cannes

Hrútar eftir Grím Hákonarson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í París í dag þar sem kynntar voru þær myndir sem eru hluti af opinberu vali hátíðarinnar í ár.

„Þrestir“ og „Hrútar“ á Cannes?

Nú þegar hyllir undir lok Berlínarhátíðarinnar, þar sem Fúsi Dags Kára hefur gert gott mót, eru kvikmyndamiðlar farnir að spá í Cannes hátíðina sem fram fer í maí.

Þrjú verk í vinnslu á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs

Þrjár íslenskar kvikmyndir sem nú eru á mismunandi stigum vinnslu taka þátt í evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer dagana 13. til 20. desember.

Vetrartökum á „Hrútum“ frestað vegna snjóleysis

Vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis í Bárðardal. Síðari hluti af tökum hefur staðið yfir nú í nóvember en síðustu tökudagarnir hafa nú verið færðir fram í janúar vegna einmuna veðurblíðu á Norðurlandi.

Vetrartökur hafnar á „Hrútum“, tökur á „Ófærð“ hefjast á morgun

Vetrartökur á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í dag á Norðurlandi og munu standa til loka mánaðarins. Þá hefur Klapptré hlerað að tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð hefjist á morgun.

Tökur hafnar á „Hrútum“ Gríms Hákonarsonar

Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.

Á annan tug bíómynda og leikinna þáttaraða í tökum á árinu

Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.

„Hrútar“ Gríms Hákonarsonar tekin upp í haust

Upptökur munu fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan. "Myndræn ákvörðun að taka myndina þarna upp. Bæirnir standa mjög nálægt hvor örðum, frekar langt er til næstu bæja og umhverfið er fagurt,” segir leikstjórinn.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR