Bíó Paradís sýnir heimildamyndina The Day Iceland Stood Still (Dagurinn þegar Ísland stöðvaðist) í leikstjórn Pamelu Hogan. Myndin er framleidd af Hrafnhildi Gunnarsdóttur.
Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir segir heimildamyndir geta verið öflugt pólitískt hreyfiafl og þær geta líka dregið fram mennskuna sem býr í erfiðum og flóknum aðstæðum. Hún ræðir verk sín í þættinum Linsunni á Rás 1.
Sýningar hófust á heimildamyndinni Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur þann 1. nóvember í Bíó Paradís. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar 2019.
Heimildamyndin Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) er meðal þeirra íslensku verka sem sýnd eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö sem nú stendur yfir.
Heimildamyndin Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur verður heimsfrumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö dagana 19.-24. september. Myndin var upphaflega sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor og hlaut þar áhorfendaverðlaunin.
"Með markvissari stefnu og skipulagðara upplýsingaflæði gæti Svona fólk verið meira fræðandi heimildarmynd," segir Sólveig Johnsen hjá Engum stjörnum um þessa heimildamynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur, en bætir við að "það sem stendur upp úr eru sögur viðmælendanna – sögur sem ættu að heyrast miklu oftar – og mikilvægt starf í þágu söguskráningar hinsegin samfélagsins á Íslandi."
Heimildarmyndin Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur var frumsýnd í Bíó Paradís í gær en almennar sýningar hefjast í dag. Myndin fjallar um baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum lagalegum mannréttindum. Sú saga er um margt sérstök og óvenjuleg segir í kynningu, en fáir minnihlutahópar hafa náð jafn langt á eins skömmum tíma og fá samfélög í heiminum tekið eins snöggum stakkaskiptum.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hlýtur heiðursverðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi en samtökin munu einnig veita hvatningarverðlaun sem verða veitt fyrir lok þessa árs.
Fáir íslenskir kvikmyndatökustjórar starfa við íslenskar kvikmyndir sem eru styrktar af Kvikmyndasjóði. Bergsteinn Björgúlfsson, formaður Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, segir að Kvikmyndamiðstöð beinlínis hvetji framleiðendur í að ráða erlenda kvikmyndatökustjóra til starfa á kostnað þeirra íslensku sem hafi dýrt nám að baki. Allir þeir sem tilnefndir voru fyrir stjórn kvikmyndatöku í Eddunni á þessu ári komu erlendis frá.
Kvikmyndagerðarmenn undrast að Íslandsstofa hafi falið erlendum kvikmyndagerðarmönnum gerð kynningarmyndbands vegna herferðarinnar Inspired By Iceland. Myndbandið var unnið af Íslensku auglýsingastofunni, almannatengslaskrifstofunnni Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið.
Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.