París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Frakklandi. Myndinni hefur verið sérlega vel tekið og er gagnrýnandi Le Monde t.d. afar jákvæð í garð myndarinnar.
París norðursins er tilnefnd til til Drekaverðlaunanna á Gautaborgarhátíðinni síðar í mánuðinum. Hún er ein af 8 norrænum myndum sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun, en verðlaunaféð er 1 milljón sænskar og það hæsta sem býðst á kvikmyndahátíðum heimsins.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er á góðri siglingu þessa dagana, bæði hvað varðar aðsókn og viðbrögð. Myndin er nú í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir aðra sýningarhelgi og fór upp um eitt sæti milli vikna sem er vísbending um að hún sé að spyrjast vel út.
París norðursins, eftir Hafstein G. Sigurðsson verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 5.september næstkomandi. Myndin var forsýnd í Ísafjarðarbíói s.l. laugardag.
París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður frumsýnd 5. september. Með helstu hlutverk fara Björn Thors Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
"Kraftmikil, launfyndin og manneskjuleg mynd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina sem fengið hefur góðar móttökur á hátíðinni.
Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.
Screen ræðir við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra og meðhandritshöfund París norðursins, sem heimsfrumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary á morgun.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hefst á Patreksfirði á morgun föstudag og stendur til mánudags. Alls verða sýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir og auk þess þrjár myndir heiðursgestsins Victor Kossakovsky.
Önnur bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París norðursins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary sem fram fer í Tékklandi 4.-12. júlí næstkomandi.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
Djöflaeyjan ræddi við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra Á annan veg um hina bandarísku endurgerð myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi á föstudag.
DV birtir hátíðargusu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leikstjóra sem hann flutti á opnun RIFF í gærkvöldi. Hafsteinn vinnur nú að eftirvinnslu myndar sinnar París norðursins....