Níu íslensk kvikmyndaverkefni á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða hluti af alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram 20.-26. ágúst í Noregi. Verkefnin sem um ræðir eru Tryggðarpantur, War is Over,The Wind Blew On, Vetrarbræður, East by Eleven, The Damned, Martröð, Pale Star og The Wall.
Þær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.
Reykjavík er í 18. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er komin í 14. sæti eftir þá áttundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 47 vikur.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Reykjavík er í 16. sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er áfram í 8. sæti eftir þá sjöundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 46 vikur.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er áfram í 10. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er í því sjötta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar í Morgunblaðið og segir hana hugljúfa mynd um hugnæmt ástarævintýri. "Handritið slær engar feilnótur en er líka í engan stað sértækt," segir Hjördís og gefur myndinni þrjár stjörnur.
Valur Gunnarsson skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana taka mið af samtíma sínum og fara ágætlega af stað, en fljótt fari að halla undan fæti. Hann gefur myndinni tvær stjörnur.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er áfram í því fimmta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er enn í sýningum.
Atli Sigurjónsson skrifar í Fréttablaðið um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana fyndna, vel leikna, fagmannlega gerða og umfram allt bráðskemmtilega.
Fyrir framan annað fólk eftir Óskar Jónasson var frumsýnd á föstudag í kvikmyndahúsum og aðsókn um helgina nam 1,334 manns. Með forsýningum hefur myndin fengið alls 2,526 gesti.
Stefán Sigurjónsson gagnrýnandi útvarpsþáttarins Harmageddon fjallar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og er ánægður með myndina, segir hana fyndna, fallega og skemmtilega Reykjavíkursögu.
Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.
Vefurinn Cinema Scandinavia skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar sem sýnd var á nýliðinni Gautaborgarhátíð og segir myndina létta, auðmelta og afar skemmtilega. Myndin kemur í íslensk kvikmyndahús 26. febrúar.
Óskar Jónasson leikstjóri er í viðtali við Ske í tilefni væntanlegrar frumsýningar á nýjustu mynd hans, Fyrir framan annað fólk, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin er frumsýnd 26. febrúar.
Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.