Þrjár íslenskar kvikmyndir eru nú til sýnis í kvikmyndahúsum. Fúsi Dags Kára gengur sæmilega en Blóðberg og Austur, sem frumsýnd var um helgina, njóta lítillar aðsóknar.
Mynd Dags Kára var valin besta myndin af áhorfendum á CPH:PIX hátíðinni sem er að ljúka. Myndin hefur þegar fengið frábæra dóma í Danmörku eins og sjá má hér.
Tómas Valgeirsson fjallar um Fúsa Dags Kára á vefnum Bíófíkill og segir meðal annars: "Það er meiri tragík en kómík og oft ekki á réttum stöðum. En myndin, eins og hann Fúsi sjálfur, hefur sinn einlæga, viðkunnanlega sjarma. Hún er kammó, fyndin á tíðum, ögn fráhrindandi, stefnulaus og hefur ekki sérlega margt að segja."
Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar var frumsýnd í bíó á föstudag en hafði verið sýnd á Stöð 2 fimm dögum áður (páskadag). Bíóaðsókn á myndina er dræm en sjónvarpsáhorf var með ágætum.
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til keppni á Tribeca kvikmyndahátíðinni, sem fram fer í New York frá 15. til 26. apríl. Fúsi mun taka þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Tribeca hátíðin var sett á laggirnar árið 2002, m.a. af Robert de Niro og framleiðandanum Jane Rosenthal.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa og Gunnar Jónsson (eða Gussi eins og hann er gjarnan kallaður) aðalleikari myndarinnar, ræddu við útvarpsmann hjá Radio Eins í Berlín á dögunum um kvikmyndina.
Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.
Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
Stephen Dalton hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Berlín um Fúsa Dags Kára og segir hana hlýlega og fyndna svipmynd af risastórum utanveltumanni með jafnvel enn stærra hjarta, létta nálgun á þungt viðfangsefni sem sneiði hjá myrkrinu, dýptinni og flókinni sálfræðistúdíu.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram 5. – 15. febrúar. Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hennar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.