spot_img

Greining | “Blóðberg” naut góðs áhorfs í sjónvarpi en fáir komu í bíó á opnunarhelginni

blóðberg-plakat-brotBlóðberg Björns Hlyns Haraldssonar var frumsýnd í bíó á föstudag en hafði verið sýnd á Stöð 2 fimm dögum áður (páskadag). Bíóaðsókn á myndina er dræm en sjónvarpsáhorf var með ágætum.

Aðeins 137 sáu myndina yfir helgina, en forsýningartölur eru ekki gefnar upp af einhverjum ástæðum. Myndin er í 11. sæti á aðsóknarlista FRÍSK eftir opnunarhelgina.

Samkvæmt áhorfsmælingum Gallup sáu alls 44.000 manns myndina í uppsöfnuðu áhorfi á Stöð 2 á páskadag. Meðaláhorf var 32.000 manns. Miðað er við mengið 12-80 ára.

Blóðberg-áhorf-páskadag-2015

Fúsi Dags Kára hefur fengið tæpa sex þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin fer úr fjórða sæti í það fimmta á aðsóknarlista FRÍSK. 752 sáu myndina um helgina en alls 1.811 í vikunni. Heildaraðsókn stendur nú í 5.823 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 6.-12. apríl 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
3Fúsi1.8115.823
Blóðberg137137
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR