spot_img
HeimEfnisorðEddan 2017

Eddan 2017

Helga Rós V. Hannam á Eddunni: „Enginn á að þola slíkt ofbeldi“

Helga Rós V Hannam, sem hlaut Edduna fyrir bestu búningahönnun fyrir myndina Hjartastein, varði stærstum hluta ræðu sinnar í að hvetja fólk til að sameinast gegn ofbeldi. Hú vísaði til þess að tveir ungir leikarar í myndinni, Eyvindur Runólfsson og Karen Agnarsdóttir, urðu fyrir alvarlegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Eyvindur hlaut heilablæðingu og komst ekki til meðvitundar fyrr en á miðvikudag. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Gunnar Baldursson, heiðursverðlaunahafi ÍKSA 2017: „Það sem ég lærði fyrst var að skríða“ 

Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir áratugastörf við leikmyndagerð í sjónvarpi og kvikmyndum á afhendingu Eddunnar í gærkvöldi. Óhætt er að segja að hann hafi farið á kostum í þakkarræðu sinni.

“Hjartasteinn” valin bíómynd ársins á Eddunni, fékk alls níu verðlaun

Kvik­mynd­in Hjarta­steinn í leik­stjórn Guðmund­ar Arn­ars Guðmunds­son­ar var ótví­ræður sig­ur­veg­ari Edd­unn­ar 2017 þegar verðlaun­in voru af­hent við hátíðlega at­höfn á Hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica fyrr í kvöld og sjón­varpað beint, í op­inni dag­skrá á RÚV.

Nýja Eddustyttan

Nýr verðlaunagripur Eddunnar var kynntur til sögu í dag. Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður er höfundur verksins.

“Hjartasteinn” með 16 tilnefningar til Edduverðlauna

Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar í dag. Hjartasteinn er með flestar tilnefningar, eða 16 talsins. Eiðurinn fær 13 tilnefningar. Þáttaröðin Ligeglad fær 3 tilnefningar og þáttaröðin Borgarstjórinn sömuleiðis.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR