spot_img

Gunnar Baldursson, heiðursverðlaunahafi ÍKSA 2017: „Það sem ég lærði fyrst var að skríða“ 

Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður er heiðursverðlaunahafi ÍKSA 2017.

Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir áratugastörf við leikmyndagerð í sjónvarpi og kvikmyndum á afhendingu Eddunnar í gærkvöldi. Óhætt er að segja að hann hafi farið á kostum í þakkarræðu sinni.

„Þegar ég kom í sjónvarpið í fyrsta sinn beint úr skóla, þá hélt ég að ég væri klárari en allir aðrir,“ sagði Gunnar H. Baldursson, betur þekktur sem Gunni Bald, í ræðu sinni á Edduverðlaununum. Honum var hins vegar fyrst kennt að komast niður á jörðina eins og hann sýnir í myndskeiði sem sjá má hér.

Gunnar útskrifaðist úr námi 1971 og hóf þá störf á Ríkisútvarpinu. Hann hefur smíðað leikmyndir fyrir gríðarlega mikið af sjónvarpsefni og sá um leikmynd Spaugstofunnar allan tímann sem hún var starfandi. Þá vann hann leikmynd í kvikmyndir á borð við Óðal feðranna, Hrafninn flýgur og Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Hann er líka afar lipur brúðugerðamaður og skapaði meðal annars þá kumpána Glám og Skrám, Pál Vilhjálmsson og Binna Bankastjóra.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR