HeimEfnisorðCannes 2015

Cannes 2015

„Hrútar“: Sjáðu verðlaunaafhendinguna frá Cannes hér

Afhending verðlauna fyrir Un Certain Regard flokkinn í Cannes fór fram fyrr í dag. Hér má sjá samkomuna í heild sinni. Isabella Rossellini formaður dómefndar kynnir Hrúta og Grím Hákonarson á mínútu 18:48.

Viðhorf | Verðlauna-Hrútar

Un Certain Regard verðlaunin til kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrútar, eru mikill merkisviðburður. Cannes er drottning kvikmyndahátíða heimsins, hátíð hátíðanna og þetta er í fyrsta sinn sem íslensk bíómynd vinnur þar til verðlauna.  Grími Hákonarsyni leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Grímari Jónssyni framleiðanda og þeirra fólki er hér með óskað hjartanlega til hamingju.

Jæja Isabella, erum við að tala um verðlaunahrúta?

Nú veit ég ekkert hvað Isabella Rossellini, formaður dómnefndar Un Certain Regard og hennar fólk er að hugsa. En getur verið að Hrútar Gríms Hákonarsonar hljóti verðlaun í Cannes á morgun?

„Frelsun“ vann pitch-keppni í Cannes

Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í "pitch" keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í „Sicario“ sem frumsýnd var á Cannes í gær

Hinn Óskarstilnefndi Golden Globe verðlaunahafi Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve, Sicario, sem frumsýnd var á Cannes í gær og hefur fengið mjög góða dóma. Með helstu hlutverk í myndinni fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro. Jóhann vann áður með Villeneuve að kvikmyndinni Prisoners.

Pitsað á Cannes; þú getur kosið

Þóra Hilmarsdóttir vinnur nú að undirbúningi stuttmyndarinnar Frelsun (Salvation) ásamt framleiðendunum Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Evu Sigurðardóttur hjá Askja Films. Verkefnið er kynnt í dag á Shorts TV messunni í Cannes og þú getur stutt það með því að kjósa.

Fleiri kaupa „Hrúta“

Sala á Hrútum Gríms Hákonarsonar gengur vel á markaðinum í Cannes. Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur nú tilkynnt um sölur á myndinni til níu markaða, sem bætast við fyrri sölur.

The Hollywood Reporter um „Hrúta“: Frá næstum absúrd-kómedíu til harmleiks

Hinn gamareyndi krítíker Todd McCarthy hjá The Hollywood Reporter kallar Hrúta Gríms Hákonarsonar "góðan fánabera fyrir Ísland"; einfalda en vel sagða sögu um erfiðleika í einangraðri sveit.

Cineuropa um „Hrúta“: Húmor og blíða undir hrjúfu yfirborði

"Bræður í stríði" er yfirskrift umsagnar Fabien Lemercier hjá Cineuropa um Hrúta Gríms Hákonarsonar sem segir ýmsa nýlundu bera fyrir augu í myndinni. Hann segir jafnframt myndina einfalda, markvissa og fulla af kærleik.

Variety lofar „Hrúta“ á Cannes

Variety hefur þegar birt umsögn um Hrúta Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í dag á Cannes hátíðinni og fer gagnrýnandinn Alissa Simon lofsamlegum orðum um myndina.

„Hrútar“ heimsfrumsýnd á Cannes fyrr í dag, leikstjórinn tileinkar myndina íslensku sauðfé

Hrútar Gríms Hákonarsonar var heimsfrumsýnd í Palais des Festivals, aðal sýningarvettvangi Cannes hátíðarinnar, fyrr í dag. Grímur sagði Thierry Frémaux stjórnanda hátíðarinnar, sem kynnti mynd og aðstandendur fyrir sýningu, að verkið væri tileinkað íslensku sauðkindinni.

Vel gengur að selja „Hrúta“ á Cannes

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar á alþjóðlegum markaði. Sala á myndinni gengur vel á yfirstandandi Cannes hátíð.

Cannes hófst í dag – plakat „Hrúta“ opinberað

Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Meðal mynda sem sýndar eru á hátíðinni er Hrútar Gríms Hákonarsonar. Myndina hér að ofan birtir Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar á Facebok síðu sinni og sýnir hún frá opnunarhátíðinni. Þá var plakat Hrúta jafnframt opinberað í dag og má sjá það hér.

Cannes 2015: Hvað fór inn og hvað ekki?

Fionnuala Halligan, aðalgagnrýnandi Screen International, fjallar um valið inná Cannes hátíðina í pistli í dag. Hún segir meðal annars að svo virðist sem hátíðin sé ekki eins niðurnjörfuð af fortíðinni eins og oft áður, aðalkeppnin sé lausari í reipunum og margar uppgötvanir bíði í Un Certain Regard (þar sem m.a. Hrútar taka þátt).

„Hrútar“ keppa í Un Certain Regard á Cannes

Hrútar eftir Grím Hákonarson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í París í dag þar sem kynntar voru þær myndir sem eru hluti af opinberu vali hátíðarinnar í ár.

„Þrestir“ og „Hrútar“ á Cannes?

Nú þegar hyllir undir lok Berlínarhátíðarinnar, þar sem Fúsi Dags Kára hefur gert gott mót, eru kvikmyndamiðlar farnir að spá í Cannes hátíðina sem fram fer í maí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR