Skjaldborg kallar eftir myndum

Skjaldborgarhátíðin fer fram í sautjánda sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 17.-20. maí. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir verk til frumsýningar og verk í vinnslu.

Fyrri umsóknarfrestur er 23. febrúar 2024 og seinni þann 15. mars 2024. Umsóknarform er aðgengilegt í gegnum vef hátíðarinnar https://skjaldborg.is/

Skjaldborg frumsýnir íslenskar heimildamyndir og hefur það að markmiði að styðja við íslenska heimildamyndagerð. Hægt er að sækja um í tveimur flokkum, frumsýning á heimildamynd eða verk í vinnslu. Þær íslensku heimildamyndir sem frumsýndar eru á hátíðinni keppa um verðlaunin Einarinn, áhorfendaverðlaun sem hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann.

Gjaldgeng eru verk sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 Heimildamyndir sem ekki hafa verið sýndar opinberlega á Íslandi og munu ekki verða sýndar á Íslandi áður en Skjaldborg 2024 er lokið. Heimildamyndir sem teljast íslensk framleiðsla. Hægt er að sækja um fyrir erlendar myndir sem fjalla um íslensk málefni en þær myndir eru ekki gjaldgengar í keppni. 

Hægt er að sækja um með hlekkjum á myndir á eftirvinnslustigi með nýjustu útgáfu verksins auk lýsingar á því hvar verkið er statt og áætlun um verklok í athugasemdum. Skila þarf verkum í endanlegri mynd í tæka tíð fyrir hátíð.

Nánari upplýsingar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR