Gunnur Martinsdóttir Schlüter ræðir um FÁR

Gunnur Martinsdóttir Schlüter frumsýnir stuttmyndina Fár á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir. Kastljósið ræddi við hana og birtir brot úr myndinni.

Á vef RÚV segir:

Gunnur skrifar, leikstýrir og fer með aðalhlutverkið. Myndin er fimm mínútna löng og byggir á raunverulegu atviki sem Gunnur lenti í í Berlín fyrir nokkrum árum.

„Hún fjallar um konu sem er komin með bakþanka og langar mögulega að stíga aftur út úr þessu samfélagi. Það gerist ákveðið atvik sem verður til þess að hún, þessi formfasta manneskja, verður að brjótast úr þessum viðjum og reyna að takast á við náttúruna meðan samfélagið fylgist með.“

Gunnur Martinsdóttir Schlüter leikstjóri og Eli Aronson tökumaður.

Gunnur er lærður leikhúsleikstjóri frá Hamborg og á öðru ári í leikaranámi við LHÍ en hún er líka með tengingar í kvikmyndagerð. Móðir Gunnar er Ásdís Thoroddsen leikstjóri, sem fór sjálf til Cannes á sínum tíma með kvikmyndina Ingaló.

Smelltu á myndina til að horfa á viðtalið.

Gunnur Martinsdóttir Schlüter ræðir við Kastljós | Mynd: RÚV.
HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR