spot_img

SVARTUR Á LEIK aftur í bíó, enn aðsóknarhæsta íslenska mynd síðustu tíu ára

Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson var frumsýnd síðla vetrar 2012 og náði miklum vinsældum. Sýningar á myndinni hefjast aftur í tilefni tíu ára afmælisins þann 7. október.

Myndin segir af Stebba Psycho, sem á yfir höfði sér ákæru vegna slagsmála. Hann rekst á Tóta, æskuvin sinn frá Ólafsvík, sem býður honum aðstoð gegn því að hann komi að vinna fyrir sig. Gegnum Tóta flækist Stebbi inn í ofbeldisfullan heim eiturlyfja og glæpa.

Svartur á leik varð gríðarvinsæl og fékk alls 62.783 gesti í bíó á sínum tíma. Slík aðsókn á íslenska kvikmynd hefur ekki verið jöfnuð síðan. Sú mynd sem kemst næst henni í aðsókn síðan þá er Lof mér að falla eftir Baldvin Z, sem fékk tæplega 53 þúsund gesti 2018. Svartur á leik er jafnframt sú fimmta aðsóknarhæsta frá því formlegar mælingar hófust 1995.

Með helstu hlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta Bjarnadóttir, Damon Younger, Egill Einarsson og Vignir Rafn Valþórsson. Zik Zak framleiddi, en myndin er byggð á skáldsögu Stefáns Mána.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR