NAPÓLEONSSKJÖLIN meðal spennandi nýrra titla á markaðinum í Cannes

Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson er meðal þeirra nýju mynda sem kaupendur bíða spenntir eftir á markaðinum í Cannes sem hefst eftir fáeina daga. Variety greinir frá.

Myndinni er svo lýst:

Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.

Með helstu hlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones) og Ólafur Darri Ólafsson.

Handrit skrifar Marteinn Þórisson (Jack Taylor, Niko) eftir skáldsögu Arnaldar Indriðasonar.

Framleiðendur eru Tinna Proppé, Hilmar Sigurðsson og Kjartan Þór Þórðarson fyrir Sagafilm og Dirck Schweizter og Anita Elsani fyrir þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Films.

Beta Cinema selur myndina á heimsvísu.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR