spot_img

Stór opnunarhelgi hjá ALLRA SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINNI

Allra síðasta veiðiferðin var frumsýnd á föstudag og fékk góða aðsókn yfir helgina, eða á pari við opnunarhelgi Síðustu veiðiferðarinnar.

Alls komu 3,916 gestir á Allra síðustu veiðiferðina um opnunarhelgina og 5,546 með forsýningum.

Þetta eru mjög svipaðar tölur (ívið hærri) og á opnunarhelgi Síðustu veiðiferðarinnar fyrir sléttum tveimur árum, þar sem 3,912 gestir sáu myndina opunarhelgina en 5,089 með forsýningum. Heildaraðsókn á Síðustu veiðiferðina nam 35.306 gestum. Búast má við svipaðri aðsókn á þessa og jafnvel meiri þar sem Síðasta veiðiferðin var sýnd í nokkra daga í upphafi Covid faraldursins og síðan aftur eftir nokkurra vikna hlé og gekk þá fram á sumar.

Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. mars 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
Allra síðasta veiðiferðin3,916 (helgin)5,546 (með forsýningum)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR