Margrét Hrafnsdóttir meðal framleiðenda heimildamyndarinnar „House of Cardin“, frumsýnd í Feneyjum

Margrét Hrafnsdóttir framleiðandi. (Mynd- DV/Sigtryggur)

Margrét Hrafnsdóttir (Margret Raven) er meðal framleiðenda heimildamyndarinnar House of Cardin, sem fjallar um hinn kunna hönnuð Pierre Cardin. Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í lok ágúst.

Auk Cardin koma Naomi Campbell, Sharon Stone, Philippe Starck, Alice Cooper, Jean Paul Gaultier og Jean-Michel Jarre fram í myndinni ásamt mörgum öðrum. P. David Ebersole og Todd Hughes stjórna gerð myndarinnar.

„Það er búið að vera einstaklega skemmtilegt að vinna að þessari mynd um Pierre Cardin, enda maðurinn goðsögn í lifanda lífi og lítið mál að fá til liðs við okkur aðrar goðsagnir til að fjalla um hann,“ hefur DV eftir Margréti gegnum Facebook.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR