Heim Fréttir Iceland Documentary Film Festival (IceDocs) haldin í fyrsta sinn 17.-21. júlí

Iceland Documentary Film Festival (IceDocs) haldin í fyrsta sinn 17.-21. júlí

-

Rammi úr Maður og verksmiðja eftir Þorgeir Þorgeirson.

Iceland Documentary Film Festival (IceDocs) fer fram á Akranesi í fyrsta sinn dagana 17.-21. júlí næstkomandi. Á dagskrá eru um 40 heimildamyndir frá öllum heimshornum, en auk þess verða sérstakar sýningar á verkum Þorgeirs Þorgeirsonar í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands.

IceDocs hyggst reglulega standa fyrir sérstöku brautryðjendaprógrammi þar sem meiningin er að kynna kvikmyndaáhugafólki verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna fyrri kynslóða. Að þessu sinni verða verk Þorgeirs Þorgeirsonar kynnt og hefur Kvikmyndasafnið af þessu tilefni skannað myndirnar inn í nýjum hágæða skanna safnsins og gert þær upp.

Þorgeir Þorgeirson lærði kvikmyndagerð í Prag í hinum virta FAMU kvikmyndaskóla, en hann var einna fyrstur Íslendinga til þess að stunda nám í kvikmyndagerð og hafa kvikmyndagerð að aðalstarfi. Höfundareinkennum Þorgeirs sem kvikmyndagerðarmanns má lýsa
sem blöndu af realískum kvikmyndatökustíl og áberandi áhrifamikilli klippingu. Útkoman er einstök, sérstaklega þegar litið er til verka annarra kvikmyndagerðarmanna á Íslandi frá þessum tíma.

Myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni eru Hitaveituævintýrið (1963), Grænlandsflug (1966), Maður og verksmiðja (1967), Að byggja (1967) og Róður (1972).

Sýningar á verkum Þorgeirs verða 18. júlí kl. 20:00 í Bíóhöllinni á Akranesi og sunnudaginn 21. júlí í kvikmyndasal Tónbergs á Akranesi. Ekkert kostar inn á sýningarnar, en taka þarf frá miða á heimasíðu hátíðarinnar icedocs.is. Einnig verða myndirnar til sýnis í nýjum
sýningarsal Byggðarsafns Akranes dagana 19.-21. júlí.

Ingibjörg Halldórsdóttir, Heiðar Már Björnsson og Hallur Örn Árnason eru helstu aðstandendur hátíðarinnar en fræðast má nánar um þau og aðra aðstandendur hér.

Smelltu hér til að skoða dagskrána.

Smelltu hér til að skoða sýningartíma og panta eða kaupa miða.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.