Ný stuttmynd Atla Óskars, „Monster“, frumsýnd í Bíó Paradís

Einar Pétursson og Atli Óskar Fjalarsson við tökur á Monster í Los Angeles.

Stuttmyndin Monster verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 13. júlí kl. 16 og er öllum heimill aðgangur meðan pláss leyfir. Að myndinni standa ungir kvikmyndagerðarmenn, Einar Pétursson sem leikstýrir og Atli Óskar Fjalarsson sem skrifar og fer með aðalhlutverk.

Myndin, sem er 8 mínútur að lengd, var tekin upp í Los Angeles, en þeir Einar og Atli Óskar hafa lokið þar námi í kvikmyndagerð og leiklist frá New York Film Academy.

Þeir lýsa myndinni svo á Facebook síðu myndarinnar:

When a seemingly normal man, meets a young neighbor girl, he struggles with keeping his terrible urges from creeping to the surface. A critical incident gives him an opportunity to prove to himself that he is a worthwhile human being but with dire consequences.

Atli Óskar er kunnur af leik sínum í kvikmyndum Rúnars Rúnarssonar (Smáfuglar, Þrestir) og fór einnig með aðalhlutverkið í Óróa eftir Baldvin Z. Hann lauk bachelornámi í leiklist með áherslu á kvikmyndagerð frá New York Film Academy í Los Angeles 2017.

Leikstjórinn Einar nam einnig hjá New York Film Academy í Los Angeles og lauk námi 2014. Hann er nú hluti af framleiðslufyrirtækinu Fenrir Films. Einar hefur unnið hér heima við hin ýmsu verkefni í framleiðslu og sem aðstoðarleikstjóri, nú síðast í þáttaröðinni Ráðherrann.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR