Heimildamyndin „UseLess“ verðlaunuð í Krakow og Los Angeles

Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir, höfundar UseLess.

Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur var á dögunum valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Krakow í Póllandi og hlaut jafnframt Best Environmental Film Award á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles. Myndin hefur nú hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun, en hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR