Stuttmyndin „Frelsun“ verðlaunuð á Frostbiter hrollvekjuhátíðinni

Stuttmyndin Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur var valin besta íslenska stutthrollvekjan á Frostbiter hrollvekjuhátíðinni sem fram fór í annað sinn á Akranesi um síðustu helgi.

Úrslit urðu sem hér segir:

Besta íslenska stutthrollvekjan:

1. Frelsun/Salvation – Þóra Hilmarsdóttir
2. Donor – Guðni Líndal Benediktsson
3. Good Night Finn/Góða nótt Finnur – Nína Petersen

Bestu erlendu stutthrollvekjurnar:

1. Bon Appétit – Erenik Beqiri
2. Girl #2 – David H. Jeffery
3. Akado – Kim Belov

Sérstök viðurkenning: Daughters of Virtue – Michael Escobedo og Blood Sisters – Caitlin Koller.

Í dómnefnd sátu Hrafnkell Stefánssson handritshöfundur, Áslaug Torfadóttir gagnrýnandi, Erlingur Óttar Thoroddsen leikstjóri og Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstjóri.

Þau höfðu eftirfarandi að segja um Frelsun:

„Falleg og vönduð kvikmyndagerð umlykur myndina Frelsun. Handritið er vel skrifað, leikur náttúrúlegur og látlaus. Óhugnaðurinn í sögunnni kemur frá mörgum áttum, bæði innanfrá sem og utan. Það er dómnefnd mikil ánægja að veita Frelsun verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda.“

Frelsun er leikstýrð af Þóru Hilmarsdóttur, skrifuð af Snjólaugu Lúðvíksdóttur og framleidd af Evu Sigurðardóttur fyrir Askja Films ásamt þeim Þóru Karitas Árnadóttur og Kristínu Ólafsdóttur. Myndin er meðframleidd af Önnu Sæunni Ólafsdóttur, Eriku Malmgren og Anniku Hellström. Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með aðalhlutverkið og aðrir sem koma fram eru Halldóra Geirharðsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Valur Freyr Einarsson, Gríma Valsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR