New York Times um „Ég man þig“: Nístandi hrollur frá Íslandi

Rammi úr Ég man þig.

Andy Webster hjá The New York Times fjallar um Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum í New York og einnig í netveitum.

Í umsögn segir meðal annars:

Íslenski leikstjórinn Óskar Þór Axelsson er greinilega vel að sér í hefðum hrollvekjunnar. En hann kann einnig blessunarlega að halda aftur af sér og nýjasta mynd hans, Ég man þig, forðast bellibrögð þessarar greinar kvikmynda um leið og hún vísar til Nordic Noir stílsins.

Og ennfremur:

Óskar Þór þekkir sínar fölnuðu ljósmyndir, skyndiheimsóknir handanvera og drynjandi tónlist auk hins góðkunna veggjar sem þakinn er blaðaúrklippum. Hann fer þó sparlega með hryllinginn en nístir í stað þess sálina með andrúmslofti og trúverðugri togstreitu mili fólks. Sem gerir Ég man þig vissulega eftirminnilega.

Sjá nánar hér: Review: ‘I Remember You’ Is a Piercing Horror Film From Iceland – The New York Times

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR