„La Chana“ tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem heimildamynd ársins

Rammi úr La Chana.

Spænsk/íslenska heimildamyndin La Chana er meðal þeirra mynda sem tilnefnd er til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en tilnefningar voru kunngjörðar í dag.

La Chana fjallar um sígauna flamenco dansarann Antonia Santiago Amador, þekkt sem La Chana, katalónska konu sem var ein stærsta stjarna flamenco heimsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. La Chana er fylgt eftir í aðdraganda lokasýningar hennar árið 2013 og farið í saumana á því hvað það var sem leiddi til þess að hún hætti skyndilega á hátindi ferilsins og kom ekki fram í 30 ár.

Myndin hefur verið sýnd á fjölda hátíða og hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun. Hún var frumsýnd 2016.

Stjórnandi er Lucija Stojevic og er hún einnig framleiðandi ásamt Deirdre Towers. Susan Muska og Gréta Ólafsdóttir eru meðframleiðendur myndarinnar sem meðal annars hlaut styrk frá Kvikmyndasjóði.

Sjá allar tilnefningar hér: EFA Nominations – European Film Awards

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR