Heim Fréttir Nanna Kristín Magnúsdóttir fær viðurkenningu frá Frönsku kvikmyndaakademíunni

Nanna Kristín Magnúsdóttir fær viðurkenningu frá Frönsku kvikmyndaakademíunni

-

Nanna Kristín Magnúsdóttir og franska leikkonan Irene Jacob sem meðal annars fór með aðahlutverkin í Tvöfalt líf Veróniku og Þrír litir: Rauður eftir Kieslowski.

Nanna Kristín Magnúsdóttir hefur að undanförnu gert víðreist með stuttmynd sína Ungar, en myndin hefur þegar hlotið fern alþjóðleg verðlaun auk þess að vera valin stuttmynd ársins á síðustu Edduverðlaunum. Nýlegur rúntur Nönnu Kristínar með myndina til Aþenu og Rómar endaði í París þar sem henni var veitt sérstök viðurkenning af Frönsku kvikmyndaakademíunni.

Ungar var valin af sérstakri dómnefnd akademíunnar í hóp 30 stuttmynda sem ferðuðust víða um Evrópu sem hluti af Nuits en Or (Gullnar nætur) verkefninu á vegum Frönsku kvikmyndaakademíunnar. Myndirnar voru sýndar í 9 borgum og var leikstjórum myndanna boðið til þriggja þeirra. Ferðinni lauk með hátíðarkvöldverði í París á vegum akademíunnar þar sem viðurkenningin var veitt.

Franski leikarinn Thibault Montalember veitti Nönnu Kristínu viðurkenninguna.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.